Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 67
Nýfundnaland og Labrador - hagtölur um skóginn
íbúafjöldi 541.559
Flatarmál fylkisins 40,6 milljónir ha
Flatarmál þurrlendis 37,2 milljónir ha
Flatarmál skóglendis 22,5 milljónir ha
Þjóðgaröar (í fylkiseigu) 439.500 ha
Skóalendiö
Eigendur
Fylkið 99%
Einkaaðiljar 1%
Samsetnina skóaarins
Barrskógur 91%
Blandaður skógur 8%
Laufskógur 1%
Leyft að fella árlega (1997) 2,6 milljónir ha
Fellt rúmtak viðar (1998) 1,9 milljónir m3
Rjóðurfellt flatarmál (1998) 17.408
Aflaufað af skordýrum (1999) 35.121
Eytt af skógareldi (1998) 40.226
Heimild: The State of Canadas Forests 1999/2000
Nýtanlegur skógur 8,4 milljónir ha eða 37%
Ónýtanlegur skógur 14,6 milljónir ha eða 63%
Heimild: 20 Year Forestry Development Plan 1996-2015
meðfram ám, þar sem jarðvegur
er sæmilega þurr."
Að þessu skrifuðu finnst mér
rétt að gefa lesendum ofurlitla
hugmynd um hagtölur skógarins
í fylkinu, af þvf að balsamkjarrið
er aðeins lítill hluti hans. Þessar
tölur eru í rammagreininni hér
við hliðina.
í rammagreininni sést, að 63%
skóglendis í fylkinu er talið
ónýtanlegt. Hluti af því er lág-
vaxna kjarrþykknið, sem nefnt
var hér að framan. En engar
upplýsingar eru um stærð þess
sérstaklega. Hæð þess er frá hálf-
um m upp í svona 5-6 m. Það er
svo þétt og flækt, að telja má nær
ófært að komast um það.
Engu að síður datt mér í hug
að reyna að brjótast í gegnum
það. Þetta var í námunda við ein-
mana sveitakirkju skammt norð-
an við bæinn St. Anthony, sem er
stærsti bærinn nyrst á Norður-
skaga.
Ég braust um í hartnær eina
klukkustund, var gersamlega
týndur og villtur, því að þarna var
Myndirnar, sem greinarhöfundur tók
18.-26. sept. 2000.
Á Norðurskaga
Nýfundnalands
1. mynd. Kjarrið á hæðinni ofan við
hótelið f St. Anthony. Hér er það tals-
vert blandað. Mikið af hvít- og
svartgreni.
kjarrið 4-5 m hátt. Þröstur var
ekki langt frá og beið þess í nokk-
urri eftirvæntingu, hvernig mér
reiddi af. Ég bjargaðist, af því að
við gátum kallast á og ég gat
brotist áfram á hljóðið frá hon-
um, uns ég var skyndilega kom-
inn í dálítið rjóður, sem hann
stóð f. Við áætluðum, að ég hefði
farið eina 50 m!
Þetta var satt að segja ein
minnisstæðasta skógarferð mín!
Nú orðlengi ég þetta ekki frek-
ar, en læt nokkrar myndir lýsa
betur kjarrinu en orð fá gert.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.
65