Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 34
Einmana reyniviður
í óbyggðum
Fremst við rætur Kollumúla á
Lónsöræfum, Austur-Skaftafells-
sýslu, stendur einmana 8 m hátt
reyniviðartré.
„Það stendur í grasivaxinni
laut, að því er virðist á bersvæði
og í kringum lautirnar var lyng og
lágur kjarrgróður (e.t.v. fjall-
drapi?). Stofnar trésins virðast
28. mynd. Einmana reynitré við rætur
Kollumúla á Lónsöræfum.
Sigvarður Einarsson.
dálítið skemmdir neðst" (Helgi
Hallgrímsson, 1999).
Sigvarður Einarsson, garðyrkju-
maður frá Brú á Jökuldal, tók
meðfylgjandi mynd af trénu
haustið 1998.
í Hallormsstaðaskógi. f fyrsta
lagi stórum og meðalstórum,
dreifðum trjám, en ótölulegur
fjöldi af smáplöntum, sem þröst-
urinn hefir sáð til og sótt fræið í
stór tré f skóginum, en einkan-
lega ræktuð tré í Mörkinni, við
Hússtjórnarskólann, kirkjugarð-
inn og tvær langar trjáraðir með-
fram þjóðveginum við Hallorms-
staðaþæinn, en þar standa nú á
bersvæði 130 tré, sem á hverju
hausti svigna af berjum.
Tvö dæmi má nefna úr skógin-
um um fjölda trjáa, sem hafa ver-
ið talin:
Lítill skógarblettur er við bens-
ínstöðina á Hallormsstað. Þar
standa nú 100 reyniviðir 2-8 m
háir á minna en ha lands eins og
fyrr var getið.
Efst í skóginum utanverðum
var hægt að telja 70 tré, sem
sáust um 10. október, þar sem
rauður haustlitur blaðanna gerði
kleift að telja þau í svarbláum
birkiskóginum.
Án þess að rekja þessa rollu
lengur, er niðurstaðan: Talin
villt tré í skóginum kringum 250,
en eru miklu fleiri, auk allra smá-
plantnanna.
Gróðursettur á Hallormsstað
1957-1973 íslenskur reyniviður,
683 tré.
í Arnaldsstaðaskógi í Fljótsdal
voru um 70 tré talin á næst-
neðsta hjalla í skóginum, tiltölu-
lega litlu svæði.
Mynd 29. Reynibelti, gróðursett af Ólafi lækni Einarssyni í Laugarási.
Sýnir vel, hvernig reynir gæti hentað vel í skjólbelti. Mynd: S.Bl. 05-07-81.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
32