Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 54

Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 54
sauðfjáreigenda til að beita og ofbeita land eins og þeim sýnist. Tafla 3. Margar vísur hafa verið ortar um smalamennsku. Má þar nefna „Siggi var úti með ærnar í haga" eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili og „Smala- drenginn" („Leikið, lömb, í kringum / lítinn smala- dreng.") eftir Steingrím Thorsteinsson. Og til hvers sátu þeir Siggi og smaladrengurinn yfir sauðkindum? Það var til þess að Sigga litla systir mín gæti mjólkað þær í ofurlitla fötu! Þetta er meðal annars réttlætt með því að sauðkindin hafi haldið lffi í þjóðinni í gegnum aldirnar. Auðvitað er það rétt að eldgos og harðindaár bættu ekki úr skák, enda er eldgosajarðvegur viðkvæmur fyrir ofbeit og uppblæstri.33'35 Þeir eru sennilega ekki margir sem bera á móti því að fyrir landnám hafi það komið fyrir, svona annað slagið, að veður gerðust válynd. Það dugði þó ekki til að eyða skógum landsins. Fyrir landnám kom það að sjálfsögðu fyrir að jarðeldar tóku að brenna og hraun að renna yfir gróið land. Hraunrennsli valda að öllu jöfnu aðeins staðbundnum áhrifum, en öskufall getur dreifst víða. Ekki trúa menn því að öskufall hafi verið minna í eld- gosum fyrir landnám en seinna varð. Reyndar sýna jarðvegssýni að öskulögin eru að jafnaði stærri og þykkari fyrir landnám en eftir.39 Þess finnast dæmi að eldgos hafi lagt heilu byggðirnar í eyði á íslandi. Hekla gamla hefur verið einna afkastamest í þeim efnum. Þrátt fyrir það eru stærstu skógarleifarnar í Rangár- vallasýslu einmitt að finna í nágrenni við Heklu, t.d. við Galtalæk og f nágrenni við eldfjallið Kötlu, t.d. í Þórsmörk. Vöxtulega skóga má einnig finna undir eldfjallinu Öræfajökli í landi Skaftafells f Öræfum. Jarðfræðingurinn Þorleifur Einarsson44 hefur skrifað um hvað það er sem lagst hefur á sveif eyðileggingar á gróðri og jarðvegi íslands. Hann nefnir skógarhögg forfeðra okkar og að: „Kvikfjárrækt hérlendis hefur löngum verið stunduð sem rányrkja"44;bl5-275 sem helstu ástæðurnar. Skógar náðu sér eftir öskugosin fyrir landnám með meiri hraða en eftir nokkurt sögulegt gos. Það gerðist án þess að land blési upp, nema á afmörkuðum svæðum. Þetta sést t.d. þegar jarðvegsþykknun á milli aldursgreindra öskulaga er skoðuð39 og á áfoki og frjógrein- ingum í mýrum.44 Fyrir landnám náði land að gróa upp í kjölfar eldgosa. Munurinn er sá að þá var eðlilegt fræfall af blómlegu og skógi vöxnu landi og engum spendýrum var beitt á nýgræðinginn. Landið gat því sjálft grætt foldarsárin. Að meðaltali lækkar hiti með aukinni hæð um 0,67°C á hverja 100 metra.32 Ef hlýindakafli varð fyrir landnám, þannig að meðalhitinn hafi farið tæpa 1 gráðu upp fyrir meðaltalið á um 15-20 ára tímabili, þá hefur það gefið skóginum tækifæri til að færa sig upp í fjallshlíðarnar um hátt í 100 metra. Skógurinn getur síðan haldið sjálfum sér við með rótarskotum jafnvel þó að það kólni aftur, því sýnt hefur verið fram á hærri meðalhita á skýldu svæði en óskýldu.29 Skógurinn og skjólið minnka vindhraðann og bæði hámarks loft- og jarðvegs- hiti eykst vegna minni upp- gufunar og minni loftskipta við kaldari loftmassa. Hámarkshiti á skýldu svæði er um 1-2°C hærri en á óskýldu. Það auðveldar gróðrinum að nýta sér vatn og næringu sem leiðir til aukins þols gegn skakkaföllum. Varasamt getur reynst að raska slíku jafnvægi. Þegar skógurinn er farinn af svæðinu versna öll lífsskilyrði vegna staðbundinnar kólnunar og það getur tekið aldir þar til skógurinn fær annað tækifæri til að færa sig aftur upp f hlíðarnar. Það tækifæri glatast ef beitarálag er of mikið. Örnefni benda til fornra skóga í meira en 500 m hæð y.s.24 Þeir gætu hafa orðið til og haldist við á þennan hátt. Því má gera ráð fyrir að skógarmörk við landnám hafi víða verið hærra til fjalla en margur hyggur. Beitin hefur pressað þau niður eftir hlíðunum og gerir það enn. Talið er að við landnám hafi verið hlýindakafli. Veðurvarþá lfkt því er var á árunum 1920- 1964, en á miðöldum var kuldaskeið32 sem að sjálfsögðu hefur veikt viðnám gróðurs. Það verður að hafa f huga að eldgos og vond veður eru eðlilegur hluti náttúrunnar, sem enginn mannlegur máttur getur gert nokkurn skapaðan hlut við. Maðurinn getur hins vegar stýrt búfjárbeitinni, ef hann vill og hefur kjark til. Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon7 hafa bent á að landnýting ræður miklu um viðnám jarðvegs gegn áhrifum náttúruafla. Því viðkvæmara sem vistkerfið er, þeim mun minni nýtingu þolir það. Beitin veikir viðnám gróðurs gegn áföllum eins og kólnandi veðurfari og gjóskufalli.33 Það er augljóst að 52 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.