Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 52

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 52
Tafla 2. í töflunni er sýndur fjöldi sauðfjár á u.þ.b. 20 ára fresti frá því að fyrsta heildar- yfirlit yfir íslenskan landbúnað var gert árið 1703. Heimildaleysi veidur því að stundum skeikar fáeinum árum og tölurnar eru eðlilega misjafnlega nákvæmar. Lömb eru stundum talin með í eldri yfirlitum en nú eru aðeins vetrarfóðraðar ær taldar. Við upphaf nýrrar aldar má því ætla að ríflega 800.000 fjár sé beitt á landið ef allt ertalið. Byggt á 3 og 10 jafnaði fyrr á öldum. Elstu tölur um fjölda sauðfjár á fslandi eru frá 1703 en fæst varð féð eftir móðuharðindin 1784. Þávoru ríflega 50.000 fjár í landinu.3 Um nýliðin aldamót voru tæplega 500.000 vetrarfóðraðar ær á íslandi og hafði þeim þá fjölgað lítillega á hverju ári síðastliðin 5 ár.10 Þó að það slys hafi hent að fé var fjölgað óhóflega á 20. öld, þá er beinlínis rangt að halda þvf fram að fátt fé sé á landinu í dag. Lausaganga búfjár Lausaganga búfjár hefur viðgengist að einhverju leyti alllengi. Taumlaus lausaganga sauðfjár er þó tiltölulega nýleg. Á Landnámsöld þótti engan veginn sjálfgefið að rétt væri að beita búfé hvar sem er. Egilssaga segir frá því að Skallagrímur beitti fé sínu ofan skógarmarka og „lét gera bæ uppi við fjallið og álli \>ar bú, lét þar varðveita sauðfé sitt."9: 29. kafu f Egilssögu segir einnig frá því er Steinar Önundarson var dæmdur frá búi fyrir að beita nautum á Borg. f sögunni þykir sérstök ástæða til að segja frá því að Þorsteinn Egilsson á Borg ræddi „stillilega" um þessi mál við nágranna sinn: „Bað hann Steinar halda beit búfjár síns svo sem að fornu hafði verið. Steinar segir að fé mundi ganga þarsem það vildi".(9:83 kafli) Þá var tíðarandinn sá að Steinar var talinn yfirgangsmaðurinn, enda var hann að brjóta þau lög sem f landinu voru og var að lokum dæmdur frá búi sínu. Á þjóðveldisöld áttu ísiend- ingar sér lagasafn er kallað hefur verið Grágás.12 f Landabrigðis- þætti Grágásar er að finna ákvæði um landvernd, nýtingu skóga, landspjöll og ftölu búfjár f haga og afrétti. Mönnum var þá greinilega ekki í sjálfsvald sett hvar þeir beita fé sínu. Þá var ætlast til að fé væri sett á afrétt, en þó ekki fleira fé en afrétturinn þoldi. Landeigendur máttu banna lausagöngu búfjár á sfnu landi og var það kallað að „verja lýriti". Fjáreiganda bar að koma f veg fyrir að fé færi inn á land sem varið var lýriti, ellegar borga skaðabætur (auvislabætur), „en fjörbaugsgarð erfimm aura skaða gerif' l2: bls 296 f Grágás er lagt blátt bann við að reka fé sitt í annars manns land eða skilja það eftir „svo að hann vill að þangað gangi“n bls 298 þótt landið hafi ekki verið varið lýriti. „E/ maður rekurfé sitt íannars manns land eða lœtur reka, svo að hann vildi annars eigin beita jeigin = eignj og verður af því fimm aura skaði Mynd 4: Skaftafellsþjóðgarður. Á þessum stað eyddi Skeiðará öllum gróðri í hiaupi árið 1965. Þessi girðing var sett upp árið 1978 og þá var þetta landsvæði enn alveg gróðursnautt.36 Innan girðingarinnar vex nú trjágróður og hávaxinn blómgróður, en utan hennar er ennþá svört eyðimörk sem er viðhaldið með lítilli sauðfjárbeit. Ekki verður séð að mikii veðraskil séu við girðinguna. Mynd: Sig.A. 50 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.