Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 44
Loftmynd tekin af Ölversholti 30 árum frá fyrstu gróðursetningu. Athygli er vakin á hve loðvíðir og gulvíðir, gráir brúskar, eru
orðnir áberandi á friðuðu landi. Sjá má að gömlu bæjarhúsin eru horfin efst á myndinni.
miðjum skógi. Birkið er falleg
planta og gefur góðan ilm og er
því vel staðsett í nágrenni húsa
og í görðum, en á lítið erindi í
alvöru skógrækt. Birkið dugar
engan veginn sem skjólbelti og
enn sfður sem nytjaviður.
Reynslan er afgerandi, þótt
ótrúleg sé. Birkið er ónothæft til
skógræktar við þær aðstæður,
sem verið hafa f Ölversholti
síðustu 40 árin og hefði betur
nytjatrjám verið plantað í stað
þess.
Bestu tré:
1. Sitkagreni
2. Viðja
3. Alaskavíðir
4. Ösp/Fura
5. Nýjar tegundir: Það er
nauðsynlegt að leita stöðugt að
nýjum trjátegundum til
skógræktar á íslandi við
mismunandi aðstæður og byggja
þar skógrækt framtíðarinnar á
traustum grunni. Það er
athyglisvert að sitkagreni, ösp,
lúpína og stafafuran koma af
vesturströnd Bandaríkjanna,
Kanada og Alaska, en á því svæði
er fjöldi annarra tegunda.
Lokaorð:
Ég ætla að gerast svo djarfur að
gefa ráð, þó með þeim fyrirvara að
reynslan er ólygnust sem fyrr. Það
fyrsta sem gera þarf við skógrækt
er að velja landsvæði og þá mikill
kostur ef eitthvert skjól er og eins
þarf að taka tillit til landsins,
hvort það er gróið eða örfoka. í
upphafi skiptir mestu að girðing
sé fjárheld og verður það ekki
nógu vel brýnt fyrir byrjendum,
best er að hafa ekkert hlið á
girðingunni, hafa stiga til að fara
inn í hana, því það vill mjög
bregðast að hliðum sé lokað.
Skilyrði til skógræktar batna mjög,
ef land er friðað lengi fyrir
niðursetningu, þvf betra að hafa
girðinguna fremur stærri en
minni. Næst er að skoða
umhverfið, sjá hvað vex vel. Nú er
reynsla komin á öllum
landssvæðum og sjálfsagt að
notfæra sér það. Ég hef fjallað hér
um skógrækt, en ekki garðrækt og
geri skýran greinarmun þar á. Við
skógrækt er friðun og
niðursetning plantna aðalatriði og
nauðsynlegt að nota plöntur sem
ekki þurfa mikillar aðhlynningar
við. Hvort nota eigi áburð við
gróðursetningu íbyrjun læt ég
ósvarað og tel að það fari eftir
aðstæðum á hverjum stað.
42
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002