Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 55

Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 55
Mynd 6: Beit skemmir tré. Hrútar á beit í birkikjarri á (ökuldal. Á myndinni sést að lítið er um lauf í höfuðhæð birkisins. Mynd: Helgi Hallgrímsson. álagið af beitinni hefur verið gríðarlegt á köldum árum.18 Þegar hallærin skullu á hafa stoðir rányrkjunnar brostið. ísland liggur á veðramótum nyrst í Atlantshafi og jarðvegur þess er viðkvæmur. Samt getur láglendi þess verið þakið birkiskógum og blómlendi ef því er sýnd vægð. Gróðurfar er óvíða f samræmi við veðurfar. Beitar- áhrifin eru svo mikil að þau eru öllum öðrum umhverfisþáttum sterkari. Tilkoma mannsins á íslandi olli meiri jarðvegseyðingu en nokkurt eldgos síðastliðin 8000 ár. Orsökin er ekki veðurfarsleg, heldur eru það maðurinn og sauðkindin sem er meginorsökin.5-39 Klæði landsins Ýmsir þættir geta haft áhrif á mat manna á landi. Má þar nefna nýtingarsjónarmið, fegurðarsmekk og hvað við teljum að sé náttúrulegt ástand. Á seinni árum hafa ný viðhorf rutt sér til rúms varðandi land- nýtingu. Fyrr á öldum var land fyrst og fremst metið eftir því hversu gott var að ala þar sauðfé. Það mætti jafnvel taka svo djúpt í árinni að segja að áður fyrr hafi ekki verið til mismunandi fallegt landslag, heldur mismunandi gott beitiland. Mögulegt er að nýta útjörð til annars en beitar. Hægt er að byggja upp framtíðar- auðlind með skógrækt, stunda gönguferðir og veiðar eða njóta annarrar útivistar á vel grónu og skýldu landi, nýta landið fyrir ferðamennsku o.s.frv. Ekki á að líðast að lausaganga búfjár hindri aðra landnýtingu. Trúlega á þéttbýlismyndunin mestan þátt í því að viðhorfin hafa breyst og fólk vill eiga aðgang að óspilltri náttúru. Þrautpínd beitilönd geta ekki talist til óspilltrar náttúru. Til að meta ástand lands hafa fræðimenn einkum horft til tveggja þátta: Jarðvegsrofs og gróðurfars. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun land- búnaðarins (Rala) unnu að gerð gagnabanka á árunum 1991 - 1996. í kjölfarið var gefin út skýrsla undir nafninu „Jarðvegsrof á íslandi".35 Þeirri skýrslu var hampað mjög er hún var gefin út, enda er hún mikið rit ogvelunnið. Hlaut hún m.a. umhverfisverðlaun Norður- landaráðs á sínum tíma. Síðan hefur verið hljótt um skýrsluna. í henni er lögð áhersla á áhrif landnýtingar sem áhrifavalds í jarðvegsrofi og þar kemur fram að yfir helmingur landsins telst hafa alvarlegt rof. Ekkert rof er aðeins á 4% lands. Vart verður á móti mælt að þetta er slæmur dómur fyrir ástand lands. í þessum tölum eru hæstu fjöll, jöklar, vötn og ár undanskilin, sem samtals þekja um 23% . Þar af eru 9,5% háfjöll, sem ekki eru talin þola beit. Áhugasömum er bent á skýrsluna og heimasíðu Rala, en þar hefur upplýsingavef- ur um jarðvegsrof fengið nafnið SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.