Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 18
Mynd 15. Hérerteinungurinn sprottinn upp úrrótarhálsi
miðaldra birkitrés og tilbúinn að taka við, þegar móðurtréð
fellur frá. Mynd: S. Bl. 09-03-99.
Mynd 16. Birkilundurinn í Haukadal, sem Hákon Bjarnason
sáði til 1941, eftir að hafa látið herfa stórþýfðan mó þarna árið
áður. Mynd: S. Bl. 15-09-78.
gerð um þetta efni 1991 og vann
síðar að því á Rannsóknastöðinni
að Mógilsá (sjá hér á eftir) og
síðustu árin hjá Landgræðslu rík-
isins.
Ræktun birkis hefir verið
stunduð hér á landi mestalla síð-
ustu öld. Langmest með gróður-
setningu, en í litlum mæli með
sáningu. Hér á eftir verður stutt-
lega greint frá þessu.
Gróðursetning. Berrótarplönt-
ur (=plöntur aldar upp í beði)
voru eingöngu notaðar, þartil
fyrir tæpum 20 árum. Mestmegn-
is voru það dreifsettar plöntur
(=eitt til tvö ár í fræbeði, tvö ár í
dreifbeði, nefndar 1/2 eða 2/2).
En stundum voru notaðar ódreif-
settar plöntur úr fræbeði, nefndar
1/0 eða 2/0.
Nú eru svo til eingöngu notað-
ar fjölpottaplöntur í 50-150 milli-
lítrapottum. Stærð þeirra fer eft-
ir landinu, sem gróðursett er í:
* 50 ml pottar og 10-15 cm háar
plöntur í örfoka og lítt gróið
land. Þessi plöntustærð hefir
veríð notuð í „landgræðslu-
skóga".
* 150 ml pottar og allt að 40 cm
háar plöntur í mólendi með
heilgrösum.
f lynglendi er einhvers konar
jarðvinnsla nauðsynleg, einkan-
lega í fjalldrapamó og beitilyng-
mó, sem óunninn er eitthvert
versta gróðursetningarland fyrir
allartrjáplöntur. Báðarþessar
mólendisgerðir eru dæmi um
hnignunargróðursamfélag, sem
verður til, þegar skógi hefir verið
eytt, en er mjög varanlegt, þegar
það hefir einu sinni fest sig í
sessi. Það stuðlar líka að við-
haldi fjalldrapans, að búfé lætur
hann í friði, a.m.k. eftir að vetrar-
beit lagðist af. Það sem hér hefir
verið sagt um þessar tvær gerðir
mólendis, á við um gróðursetn-
ingu allra trjátegunda, sem hér
eru ræktaðar.
Reynst hefir mjög vel að herfa
lyngmóinn með plógherfi eða
TTS - skógarherfi, en allrabest að
tæta hann.
Áburðargjöf er nauðsynleg
birkiplöntum, sem gróðursettar
eru í rýrt mólendi, gróðurlítið eða
gróðurlaust land. Á örfoka landi
er hún alger nauðsyn til þess að
koma í veg fyrir að plönturnar
lyftist upp af holklaka. Á slfku
landi má lfka hindra frostlyftingu
með þvf að sá einæru grasi
(rýgresi) við gróðursetningu (sjá
Skógræktarritið 1989 og 1997).
Allra sfðustu ár hafa rannsóknir
á áburðargjöf við gróðursetningu
16
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2002