Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 94

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 94
Norðurlandi var 4/5 af gisnasta skóglendinu (<40% þekja) lágvaxnara en 2 m. Áhrifin af hárri þekjuskilgreiningu eru því væntanlega lítil á birkiskóga landsins. Höfundurtelurað hér eigi fslendingar að velja 30% krónuþekju, sem mun vega upp á móti lágmarksstærð við ákveðnar aðstæður þar sem skógurinn er misdreifður, t.d. í þéttbýli og sumarbústaðalöndum. Hvaða áhrif hefði 1 hektara lágmarksstærð á flatarmál skóga á íslandi? Hámarks stærðarskilgreining er 1 hektari (100x100 m). Flestyngri skógræktarsvæði ná þessari skilgreiningu, en margir af eldri trjálundunum („frímerkjunum") eru hinsvegar minni. Oft er kol- efnisbinding í viðarvexti slíkra smálunda meiri en á stærri sam- felldum svæðum vegna góðrar umhirðu, ríkulegs framboðs ljóss og lítillar samkeppni um vatn og næringarefni (Arnór Snorrason 2002, munnl. uppl.). Þetta þarf þó ekki að vera svo mikilvægt, þar sem flestir þessir lundir voru gróðursettir fyrir 1990 og teljast því ekki til „Kyoto-skóga”1. Oftar en ekki þraukar birkið á einangruðum blettum eða I i 4. mynd. Þungbeittar birkiskógaleifar í landi Næfurholts undir Heklu. Þarna er hæðin > 2 m og krónuþekja > 30%, en stærð hvers birkiteigs tiltölulega lítil. Mynd: BDS. 5. mynd. Landgræðslusvæði á Hofsnesi í Öræfasveit sumarið 2001. Þarna hefur birki verið sáð í stór svæði á undanförnum árum og alaskalúpína er í örri útbreiðslu. Vonandi vex þarna upp vöxtulegur birkiskógur þegar lúpínan hefur breiðst yfir birki- plönturnar sem enn eru of smáar til að sjást á mynd, þó sumar séu orðnar allt að 6 ára gamlar. Mynd: BDS. skógartorfum (3. mynd). Þar sem svo háttar til getur mikið dregið úr flatarmáli birkiskógarins ef 1 hektara skilgreiningin er notuð. Hægt væri að afia upplýsinga um hversu stór hluti birkiskógarins vex á slíkum blettum ef birki- úttektin frá 1988-1991 væri skoðuð aftur12. Eins hektara skilgreining mundi nánast útiloka eina tegund skóg- ræktar frá því að teljast aðgerðir til kolefnisbindingar; það er ný- ræktun skjólbelta. Til að 5 m breitt skjólbelti nái 1 hektara lág- marksstærð verður það að vera 2 km að lengd. Lágmarksstærðin virðist höf- undi vera helsta álitamálið fyrir nýja skilgreiningu fyrir Kyoto- skóga Islands. Lág skilgreining mun auka kolefnisforða og árlega kolefnisbindingu íslenskra skóga umtalsvert, en jafnframt verður kolefnisbókhaldið viðameira og dýrara. Því miður hefur ekki enn farið fram nein bein athugun á hvaða áhrif ólíkar skilgreiningar hafa á heildar-flatarmál ræktaðra og náttúrulegra skóga, áætlaða kolefnisbindingu, eða kostnað við kortlagningu og skógarúttekt. Mjög brýnt er að vinna slíka athugun, t.d. fyrir eitt sveitar- félag. Áður en slík vinna hefur farið fram er erfitt að segja til um hvaða stærðarskilgreining er fýsi- 92 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.