Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 61

Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 61
vistkerfum í snauða eyðimörk og viðhalda henni með beit er óásættanlegt. Til að ná viðunandi árangri í landgræðslu og endurheimt skóga þarf að girða búfé af í stað skóglendis.25 Það yrði stórt skref í átt að því að gera landbúnað sjálfbæran. Stór hluti láglendis fengi þá tækifæri til að klæðast skógi og öðrum gróðri á nýjan leik, eins og það á skilið. Það er óeðlilegt að þúfjáreigendur hafi rétt til að beita land sem er að eyðast og enn óeðlilegra að aðrir beri kostnaðinn sem af því hlýst. Það er ekki mál einhverra annarra hvort og hvar sauðfé spillir landi. Það kemur öllum við. Niðurstaðan er sú að hvorki ofbeit né lausaganga búfjár er í anda sjálfbærrar þróunar og á ekki að viðgangast. Niðurlag í þessari grein hef ég bent á áhrif sauðfjárbeitar og tínt til ýmis rök fyrir því að stöðva lausagöngu búfjár, svo að land geti af sjálfsdáðum klæðst gróðri, þar með talið skógi, að nýju. Landið klæðist ekki þeim skrúða sem það á skilið á meðan lausaganga er leyfð. Hún er ekki í takt við sjálfbæra þróun því hún veldur landinu skaða og þjóðarbúinu miklum kostnaði. Þeir sem vilja hafa óbreytt ástand í þessum málum hafa einkum bent á 4atriði, máli sínu til stuðnings. f fyrsta lagi að sauðfjárbúskapur hafi alltaf verið stundaður eins og nú er gert. í öðru lagi að sauðfjárbeit hafi ekki neikvæð áhrif á gróðurfar heldur stafi ásýnd landsins af náttúruhamförum og vondum veðrum. í þriðja lagi að sauðfjárbeit f dag skipti engu máli, því féð sé svo fátt og í fjórða lagi að of dýrt sé að girða sauðféð af. í grein þessari hafa verið færð rök fyrir því að fyrstu þrjú atriðin eru röng. Um fjórðu rökin er það að segja að ef sauðfé verðurgirtaf lendir kostnaður- inn við sauðfjárræktina á þeim er hirða tekjurnar, en ekki á öðrum landnotendum eins og nú tíðkast. Lausaganga búfjár og sú örtröð sem af henni hlýst, er of dýru verði keypt fyrir landið og þjóðina. í gegnum tfðina hafa margir aflað sér óvinsælda með því að benda á áhrif beitar á land. Einkum hafa þeir sem ekki vilja viðurkenna vandann reiðst slíkum skrifum. Meðal þeirra sem skrifað hafa um ofbeit er Halldór Laxness, sem að margra mati er maður nýliðinnar aldar. Skrifaði hann margar blaðagreinar og pistla um landbúnað og landnýtingu á sínum tíma og benti á ofbeit og önnur landspjöll. í einni af endurminningabókum sínum „í túninu heima" líkir hann sauðfjárbúskap við skemmtun eða sport frekar en landbúnað sem mark sé á takandi, enda tilheyri sauðfjárbúskapur öðru menningarstigi en því sem að íslenska þjóðin stendur á. Auk þess segir Halldór: „Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegnum tíðina gert úr íslandi það land sem svo er spilt af mannavöldum að ekkert annað evrópuland kemst þar í hálfkvisti. Einginn einstakur skaðvaldur hefur spilt íslandi einsog sauðkindin.‘‘l6: bls 222 Er það ifon mín að íslendingar beri gæfu til að nýta nýja öld til að stöðva lausagöngu „mesta einstaka skaðvaldsins" og taka upp eðlilegan, sjálfbæran búskap, lýð og landi til heilla. Þakkir Ég vil þakka öllum þeim sem veittu mér lið á einn eða annan hátt við samningu þessarar ritgerðar. Sérstakar þakkir eiga lón Kr. Arnarson, Jóhanna Lilja Arnarsdóttir, Sigrún Theodórsdóttir og Helgi Hallgrímsson skildar fyrir yfirlestur og athugasemdir. Án þeirra hefði ritgerðin ekki orðið að veruleika. Helga og Þresti Eysteinssyni vil ég þakka fyrir lán á myndum. Mynd 12: Birkið breiðist út. Birki getur verið öflugur landnemi á örfoka landi ef landið fær frið fyrir beit. Uppgræðsla með sjálfsáningu birkis þekkist varla utan friðaðra svæða. Hér nemur birki land á mel í skógræktargirðingunni í Botni í Hvalfirði. Mynd: Þröstur Eysteinsson. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.