Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 59

Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 59
Skógrækt ríkisins borgar 160.000 kr. á ári í fjallskilagjald til sauðfjárbænda í Skorradal svo að þeir geti náð í sitt eigið fé á afrétt.50 2. Sauðfjárveikivarnagirðingar og afréttargirðingar eru settar upp af hinu opinbera og viðhaldið á kostnað skattgreiðenda til að koma í veg fyrir samgang fjár. 3. Þar sem stundaður er annar búskapur en sauðfjárrækt þarf að leggja í kostnað við að girða tún, skóga, akra og skjólbelti til að verjast ágangi lausagöngu- fjár. Ef ekki væri vegna lausa- göngu sauðfjár þyrftu bændur aðeins að girða beitarhólf sín af. Það sama á við ef menn vilja græða upp land eða rækta skóg. Girðingakostnaðurinn stafar ekki af landgræðslu, skógrækt né af annarri jarðrækt. Hann stafar af sauðfjárræktinni en lendir annars staðar (mynd 10). 4. Ókeypis beit í afréttum og á löndum annarra. Hin svokallaða Auðlindanefnd sem Alþingi setti á laggirnar árið 1998 skilaði af sér álitsgerð tveimur árum síðar. Þar er lagt til að greitt verði fyrir aðgang að auðlindum.4 Sauðfjárbændur þurfa ekki að greiða fyrir aðgang að beitilandi, hvernig sem þeir nýta þá auðlind. Hið sama á við þó beitilandið sé í einkaeign annarra, sem f mörgum tilfellum vilja alls ekki hafa sauðfé á sínu landi. Einu gildir hvort þessi auðlind er ofnýtt eður ei. Þeir sem nýta Mynd 10: Að afloknum málsverði Hér hefur tvílemba sest ofan á plastdúk sem lagður var vegna skjólbeltaræktunar. Víðigræðlingum hafði verið stungið í plastdúkinn um vorið, en þeir voru étnir af þessu fé. Uppsetning girðinga, vegna lausagöngu búfjár, eykur kostnað við skjólbeltarækt. Mynd: Sig.A. auðlindina bera enga ábyrgð. 5. Uppgræðsla beitilanda. Almannafé er varið til að græða upp beitilönd fyrir sauðkindur án þess að landið fái tímabundna friðun. Hægt væri að græða upp stærri og samfelldari svæði með minni tilkostnaði ef ekki væri vegna lausagöngu. Ef sauðfjárbændum yrði gert skylt að sjá sjálfir um skepnur sínar og tækju á þeim ábyrgð líkt og aðrir skepnuhaldarar, mætti spara stórlega f öðrum búrekstri og landið fengi frið til að klæðast þeim skrúða sem það á skilið. Er til of mikils mælst að þeir sem þiggja styrki til að ala búfé sjái sjálfir um það og tryggi að beitin sé f sátt við landið? Styrkjakerfið mætti nýta til að stjórna beit og koma því í viðunandi horf. Það mætti hugsa sér hærri beingreiðslur til þeirra sem girða fé sitt af, enda verða þeir af flestum óbeinu styrkjunum sem hér hafa verið nefndir. Með síðasta búvörusamningi eru stigin fyrstu skrefin í þá átt að miða beingreiðslur við landnýtingu,56en betur má ef duga skal. Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að eigendur búfjár beri á því alla ábyrgð, eins og sett var f lög á þjóðveldisöld.12 Enn er þó ótalinn kostnaður sem hlýst af lausagöngu búfjár á vegsvæðum. Árið 1999 bárust tilkynningar um árekstur við 212 sauðkindur til tryggingafélag- anna,51 en enginn veit hve árekstrarnir eru margir ef allt er talið. í þessum slysum er um beint eignartjón að ræða ásamt þeim kostnaði sem seint verður bættur að fullu og metinn til fjár; mannslíf. Sjálfbær þróun Á seinni hluta 20. aldar urðu miklar breytingar á viðhorfum manna til náttúrunnar. Menn sáu fram á þverrandi náttúruauðlindir og stækkandi eyðimerkur. Mönnum varð smám saman ljóst, að eitthvað varð til bragðs að taka. Þeir voru reyndar fáir sem vildu gera eitthvað sjálfir í mál- unum. Þess í stað var sú hugsun ríkjandi að aðrir ættu að taka sig á í umhverfismálum, þar með taliðdandgræðslu og skógrækt. Á meðan versnaði ástandið stöðugt og verndarstarfið skilaði ekki tilætluðum árangri. Árið 1987 kom út skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna, SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.