Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 22

Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 22
Sjúkdómar og meindýr. Fáir sveppsjúkdómar hrjá birki á ís- landi. Helst eru það * ryðsveppur, * nornavöndur, * fúasveppir. Tveir hinir fyrstnefndu valda ekki teljandi tjóni f skógi, norna- vöndurinn raunar alls ekki. Hann lýsir sér í þvf, að eins konar vend- ir myndast í krónum trjánna ( sjá rammagrein ). Ryðsveppurinn gat hins vegar valdið miklu tjóni á ungplöntum í útirækt í gróðrar- stöðvum með því, að efsti hluti ársprotans og brum á honum eyðilögðust, Sveppurinn gaus einkum upp f svalri og sagga- samri veðráttu. Ef úðað er fyrir- fram með sveppalyfinu Plantvax, má koma í veg fyrir faraldur. Hins vegar eru nokkrir fúa- sveppir miklir skaðvaldar á birki. Þeir brjóta sér leið inn í líkama trésins gegnum sár, sem myndast hafa við einhvers konar áverka: Brotsár eftir snjó eða vind, sár þegar greinar eru sagaðar af, toppa sem eyðilagst hafa eftir áhlaup skógarmaðks. Því stærri sem sárin eru, þeim mun greiðari verður leiðin fyrir sveppinn. Hér er ekki rúm til þess að telja upp einstakar tegundir fúa- sveppa. En vfsast í grein Helga Hallgrímssonar í Skógræktarrit- inu 1998. Blaðlús herjar við og við á birki, en veldur ekki beinlínis tjóni. Langalvarlegustu skað- valdar á birki eru fiðrildalirfur. Mikil áraskipti eru að slíkum far- aldri. í tali manna er talað um skógar „maðk". Stundum getur hann aflaufað trén. Ef það gerist tvö til þrjú ár f röð, sem stundum verður, deyja mörg tré, einkum þau eldri. Birkiskógur verður gjarnan fyrir skógarmaðki, ef hann er grisjaður mikið í einu, einkanlega ef hann var þéttur fyr- ir og krónur litlar. Hér verður ekki lýst frekar þess- um skaðvöldum en vfsað í bókina „Heilbrigði trjágróðurs", eftir Guðmund Halldórsson og Hall- dór Sverrisson (1997), bls. 69-80. Nýting birkisins Birkilendið var frá upphafi ís- landsbyggðar eitt af þeim gæð- um náttúrunnar, sem gerði þjóð- inni kleift að lifa í landinu. Það er mikil saga, sem ekki verður Mynd 22. Fjöldi llmbjarka sem afgreiddar 1945-1994. Mynd: Jón Geir Pétursson. skráð hér. Aðeins nefnt, hvernig þjóðin nýtti þessi gæði: * Eldiviður til upphitunar og suðu. * Viðarkol til járngerðar og járn- smíða. * Byggingarefni, einkum f burðar- virki. * Smíðaviður f áhöld og margs konar búshluti og húsaskreyt- ingar. * Fóður fyrir búfé. * Beitiland. Um 1950 má heita að flest þessi not séu úr sögunni, nema beitarnotin, smíða og lítilsháttar eldsneyti, aðallega til reykingar matvæla og yndis ( arinviður). Hér verður að nægja að vfsa til nokkurra greina um nýtingu birki- viðar: Þórarinn Þórarinsson um viðar- kolagerðina í Ársriti Skfl. ísl. 1976, Þórarinn Þórarinsson um járngerðina í Múlaþingi 1980, Grétar Guðbergsson um viðar- högg og kolagerð í Skagafirði í Skógræktarritinu 1992 og hrís og annað eldsneyti í Skógræktarrit- inu 1998. Ennfremur má minna á umfjöllun um þetta efni í ritinu íslandsskógum 1999. Birkið í skógræktinni á ís- landi Á þeirri öld, sem fengist var við skógrækt í þessu landi, hinni tuttugustu, varð hlutur birkisins voru úr helstu gróðrarstöðvum á Islandi einna stærstur, einkum undir lok aldarinnar. Á árabilinu upp úr 1910 og fram til 1945 mátti heita, með fáum og smáum undantekn- ingum, að íslenskt birki væri eina trjátegundin, sem boðin vartil skógræktar í þessu landi, auk þess sem hún var mikið gróður- sett sem garðtré. Eftir 1945 koma innfluttar trjá- tegundir æ meira við sögu, eins og óþarfi er að rekja hér. Samt heldur birkið velli með jöfnum, en ekki stórum hlut allt til síðari hluta níunda áratugarins. Þetta sést best á línuriti, sem jón Geir Pétursson útbjó um framleiðslu birkipiantna á íslandi 1945-1994 og birt er hér. Á þessu tímabili komu úr íslensku gróðrarstöðv- unum (sem gáfu upp tölur um framleiðslu) 14,6 milljónir birki- plantna. Aðeins rússa- og síber- fulerki eru með hærri tölu, 14,9 milljónir, en langt í næstu tegund, stafafuru, með 10,3 milljónir. Ég spái þvf, að hlutur fslenska birkisins muni frekar aukast en ILMBJÖRK 1.500.000 1.000.000 500.000 0 1945 1952 1959 1966 1973 1980 1987 1994 20 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.