Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 98
einnig plöntunum heilnæmt því
það heldur raka að þeim auk
þess sem það hindrar jarðvegs-
fok, það bælist vel og fýkur alls
ekki. Viðarkurl sem notað er á
beð heidur einnig illgresi niðri og
sparar því garðeigendum mikla
vinnu", sagði Jóhann ennfremur.
Viðarkurlið fæst í hentugum
neytendaumbúðum í helstu garð-
vöruverslunum auk þess sem það
fæst afgreitt f stærri förmum á
vinnslusvæði Garðamoldar við
Berghellu í Hafnarfirði.
Að endingu vildi Jóhann geta
þess að nýlega hefur annað dótt-
urfyrirtæki Gámaþjónustunnar,
Flutningatækni ehf, hafið inn-
flutning og sölu á jarðgerðar-
tönkum til heimajarðgerðar.
„Heimajarðgerð er eitthvað
sem allir garðeigendur ættu að
stunda, og kannski sérstaklega
sumarbústaðaeigendur", sagði
Jóhann. Allt að 60% af venjuleg-
um heimilisúrgangi eru jarðger-
anleg (matarleifar, dagblöð,
pappi). Auk þess nýtist garðaúr-
gangur vel við jarðgerðina. í
flokkun á lífrænum úrgangi og
jarðgerð á honum þar sem hann
fellur til, felst margvíslegur
ávinningur. Búinn er til verð-
mætur áburður úr áður ónýttu
frákasti, og umhverfinu er hlíft.
„Með heimajarðgerð mun flutn-
ingur á miður geðslegu sorpi úr
bústaðnum, jafnvel um langan
veg í heimilisbílnum, heyra sög-
unni til. Sumarbústaðalífið verð-
ur sjálfbært í endurnýtingu á að-
föngum og umhverfisvitund íbúa
eykst stórum. Með heimajarð-
gerð og notkun á endurunnum
afurðum felst sannarlega vist-
vernd í verki", sagði Jóhann að
lokum.
Jarðgerðartankurinn auk allra
nauðsynlegra aukahluta til
heimajarðgerðar, fæst m.a. f
helstu garðvöruverslunum og hjá
Flutningatækni, að Súðarvogi 2 í
Reykjavík.
340 litmyndir
80skýringamyndir
fjöldi garðteikninga
Bókin
umgarðinn
oetin\w
Akvóiu
Fyrsta íslenska bókin sem fjallar
einkum um hönnun garðsins,
fjölbreytni í skipulagi og efnisvali.
Vegleg bók, 208 síður.
✓
Garðyrkjufélag Islands
Frakkastígur 9.101 Reykjavík. sími og fax 552 7721
96
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002