Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 49

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 49
Mynd I: Lambakjöt, náttúrulega gott? Hér er sauðfé á beit í óþökk landeiganda. Svæðið er illa farið og ætti að vera beitarfrítt að mati Rala og Landgræðslunnar. Er eitthvað sem réttlætir beit á svona svæði? Hver ber ábyrgðina? Mynd: Sig.A. Yfirlit Almennt er talið að uppblástur og landeyðing sé eitt mesta umhverfisvandamál landsins. Flestir eru sammála um að landið hafi verið betur gróið við landnám heldur en nú er. Þótt ekki megi gleyma óblíðri náttúru og eldgosum er ljóst að áhrif mannsins og þeirra húsdýra er hann flutti með sér eru meginástæður þess hvernig umhorfs er á landinu. I þessari grein er bent á að gróðurlendið má muna sinn fífil fegurri og hversu mikilvægt er að stunda sauðfjárbúskap í sátt við landið, stýra beit og draga úr lausagöngu búfjár. Út frá umhverfissjónarmiðum væri auðvitað best að stöðva hana alveg. Þá gæti láglendi íslands klæðst skógi að nýju. í inngangi er bent á stoðir undir fullyrðingar um vel gróið land við landnám. Síðan er fjallað um forsögu íslensks búskapar og dæmi tekin um landhnignun af völdum rányrkju. Sagt er frá sauðfjárbúskap eins og hann hefur verið stundaður í gegnum tfðina og hvernig ofbeit jókst fram á nýliðna öld. Fjallaðerum neikvæð áhrif beitar á gróðurfar Iandsins og vikið er að öðrum áhrifavöldum í gróðurhnignun landsins. f greininni er reynt að varpa ljósi á hluta þess kostnaðar sem þjóðfélagið ber vegna lausagöngu og ofbeitar. Að lokum er fjallað um sauðfjárrækt og skógrækt í ljósi sjálfbærrar þróunar. SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2002 47

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.