Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 74

Skógræktarritið - 15.05.2002, Blaðsíða 74
Reyniber eru í miklu uppáhaldi hjá skógarþröstum. Ljósm. jÓH 1998. þeir félagar að velta fyrir sér landnámi nýrra fugla í kjölfar vax- andi skógræktar. í umfjöllun okkar er fjallað um flesta sömu fuglana og nokkra til viðbótar. Upplýsingar um fugla voru fengn- ar frá Ævari Petersen & Jóni Baldri Hlíðberg '8, Gunnlaugi Pét- urssyni & Gunnlaugi Þráinssyni7' yfirlitum Yanns Kolbeinssonar á netinu, aukgreina um sjaldgæfa fugla í tímaritinu Blika. Skógarsnípa er dularfullur fugl, líkust ofvöxnum hrossag- auki. Staða hennar er sú sama og fyrir tíu árum: „ekki hefur verið staðfest skógarsnípuvarp hér á landi, þó menn hafi leitt að því líkur að svo hafi verið"1. Óljósar fregnir hafa borist af hreiðurfund- um og ungum, en enn hefur varp ekki verið staðfest. Skógarsnípur sjást þó sennilega árlega á vorin í söngflugi yfir skóglendi. Þæreru allalgengir vetrargestir eða hrakningsfuglar, en hvort þeir fuglar tengjast varpi eða ekki, skal ósagt látið og ekki er vitað, hvort meintir varpfuglar eru far- fuglar eða staðfuglar. Tyrkjadúfa og hringdúfa eru skógardúfur, sem báðar hafa orp- ið nokkrum sinnum hér á landi, hringdúfan þó mun oftar. Hring- dúfa fannst fyrst verpandi 1962 ogtyrkjadúfa 1971. Hringdúfan sést oftast á vorin, en tyrkjadúfan á öllum tímum árs. Hringdúfa er algeng f skóg- lendi um alla Evrópu og er meira að segja farin að verpa reglulega íFæreyjum. Þar er hún farfugl, sem og í norðanverðri Skandin- avíu, en annars staðar er hún staðfugl. Hringdúfu hefur fjölgað í Evrópu á undanförnum áratug- um og gæti hún hæglega flenst hér. Um 1930 varp tyrkjadúfan ein- göngu á Balkanskaga f Evrópu, en upp úr því fór henni að fjölga og breiðast út í norður og vestur, svo nú finnst hún í nær öllum löndum álfunnar. Tyrkjadúfa verpur í trjágörðum í borgum og bæjum, hún er staðfugl í heim- kynnum sínum. Undanfarið hefur orðið vart við samdrátt á norður- og vesturmörkum útbreiðslunnar. Hún er því ólfklegri til að nema hér land en hringdúfan. Silkitoppa er árviss og kemur stundum í stórum hópum, oftast sfðla hausts. Er um að ræða svo- nefnt rásfar eða göngur. Þær lifa aðallega á berjum meðan þau er að hafa, í görðum, t.d. á reyni- berjum og rósanípum, en á krækiberjum úti í villtri náttúru. Síðla vetrar, eða eftir að berin þrýtur, eru þær talsvert upp á manninn komnar og eru epli og rúsfnur vinsælir réttir á matseðl- inum. Þær hafa ekki sýnt neina tilburði til varps ennþá, hvað sem síðar kann að verða. Glóbrystingur hefur tvisvar orpið hér svo kunnugt sé, f Hall- ormsstað 1989 og Kjarnaskógi viðAkureyri 1994. Aukþesshafa karlfuglar sést syngjandi hér alloft að vorlagi. Glóbrystingur virðist lifa ágætlega af veturinn hér, en hann sækir gjarnan í garða þar sem gefið er. Landnám hans ætti því að vera vel mögu- legt. Glókollur er minnsti fugl Evr- ópu og hefur hann lengi verið þekktur hrakningsfugl hérlendis. Glókollurinn er einkennisfugl greniskóga, en finnst einnig í blönduðum skógum. Mestum tíma sfnum ver hann við að tína smá skordýr og áttfætlumaura af barrinu. Grenilýs eru aðalfæða hans. Oft er erfitt að koma auga á glókolla vegna smæðar og hvað hann er oft ofarlega í trjánum, en þessir kviku fuglar tfsta mikið og er tfstið vanalega það fyrsta sem leiðir athugandann að fuglinum. GlókoIIar eru mjög spakir, en best mun vera að sjá þá á vet- urna og vorin. Talið er, að gló- kollurinn hafi farið að verpa hér eftirgöngu eða hrakningar haust- ið 19956, en fuglarnir fundu hér næga fæðu á grenitrjám. Þeir virðast vera algerir staðfuglar hérlendis, eins og glókollar eru víðast hvar í heimkynnum sfnum. Nú finnast glókollar allvíða í grenitrjálundum og á skógræktar- svæðum. Oftast er auðvelt að finna glókolla með því að spila upptöku af söng þeirra, þá koma þessir félagslyndu fuglar fljótlega til að heilsa upp á nýja fuglinn og á vorin koma karlarnir til að hrekja aðkomufuglinn á braut. 72 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.