Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 28
Nokkur útlitseinkenni
Stofn og króna. Hér má greina
mismun á íslenskum reyniviði og
þeim, sem fluttur er inn frá Dan-
mörku og /eða Noregi snemma á
öldinni.
íslenski reyniviðurinn hefiryfir-
leitt krappt greinahorn, þ.e.
greinar vilja vaxa meira og minna
samsíða bolnum. Fyrir því verður
hann gjarnan margstofna, jafnvel
neðan frá rót, eða skiptir sér
skammt frá jörðu. Erlendi reyni-
viðurinn hefir aftur á móti gleitt
greinahorn, er oftast einstofna og
myndar breiða krónu, stundum
ofarlega á bolnum, ef tréð hefir
vaxið upp í þykkni. Hann virðist
ekki geta orðið eins hávaxinn og
sá íslenski.
Barkarlitur. Eva G. Þorvalds-
dóttir (1997, 1998) kannaði þetta
útlitseinkenni. Villti reynirinn var
ætíð ljós- eða dökkgrár, en rækt-
uðu trén voru mjög mörg rauð-
brún eða grá/rauðbrún, sem gæti
bent til, að þau væru erlend.
Villti reyniviðurinn á Fljótsdals-
héraði er yfirleitt grár í mismun-
andi tónum, ljósgrár verður þó
að teljast drottnandi. En erlendi
reyniviðurinn á Hallormsstað er
yfirleitt grá/brúnleitur í mismun-
andi tónum.
Uturáberfum er breytilegur og
eru a.m.k. dæmi um það, að það
sé arfgengur eiginleiki. Litaraf-
brigðin eru hárautt, rauðbrúnt og
rauðgult. í garðinum á Kvískerj-
um f Öræfum er eitt tréð alltaf
með rauðgulum berjum, og það
lifnar sein'na á vorin en önnur
(Helgi Björnsson, munnleg heim-
ild). En tíðarfar ræður áreiðan-
lega einhverju um það, hversu
sterkur litur verður á berjunum.
Kerfisbundnar athuganir vantar
um þetta atriði.
Fle'ttur á stofni og greinum eru
nokkurra tegunda. Hörður Krist-
insson (1998) nefnirþær og birtir
af þeim myndir. Birkiskóf (Melan-
elia exasperata) virðist vera mjög al-
Mynd 23. Reyniþyrping í Kollafirði utan við Eyri. Mynd: S.Bl. 17-07-85.
geng á Upphéraði. Hvað sem um
það er, setja fléttur mikinn svip á
reynivið, geta talist skraut á hon-
um. Þær valda trjánum engum
skaða, en eru algengastar á full-
orðnum og gömlum trjám.
Eiginleikar
Kröfur til loftslags. Að þessu leyti
telst hann harðgert tré. Hann er
vindþolinn, stendur stundum
einn sér á bersvæði og stendur
víðast á Vestfjörðum upp úr lág-
vöxnu birkikjarri, þar sem sumar-
hiti getur verið lágur (23. mynd).
Reyniviðurinn er talinn frostþol-
inn, a.m.k. staðbundin kvæmi.
Kröfur til farðvegs. í þessu efni
hefir hann mikið þolsvið. Getur
dregið fram lffið f rýrum jarðvegi,
en verður þá aðeins lágvaxið tré
eða runni. En best kann hann
við sig f djúpum og næringarrík-
um jarðvegi og getur þá vaxið til
jafns við hávaxnasta birki á fs-
landi. Sem garðtré er hann hrað-
vaxinn á íslenskan mælikvarða, ef
honum er gefinn mikill búfjárá-
26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002