Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 93
Tafia i. Opinbemr skógarskilgreiningar nokkurra Evrópuríkja og stofnana.
Að mestu fengið frá Lund 2 3.
Ríki Þröskuldar
Stærð Þekja Hæð Breidd Lágmarks framleiðni
(ha) (%) (m) (m)
Norðurlönd
Danmörk 0,50 30/50 6 30
Finnland 0,25 1 m3 ha'1 a'1 bolvöxtur
fsland 0,25 1-2 -
Noregur 0,10 1 m3 ha_l a'1 bolvöxtur
Svíþjóð Norður-Evrópa 0,25 0 1 m3 ha'1 a'1 bolvöxtur
Austurriki 0,10 30 10
Belgía (Flandur) 0,05 20 25
Belgía (Vallónía) 0,01 10 5 9
Bretland 0,25/1 20 20/50
Frakkland 0,25 10 15
Holland 0,50 20 6 30
frland 0,50 20 40 4 m3 ha'1 a-1 viðarvöxtur
Sviss 20 3 25/50
Þýskaland Önnur lönd 0,10 50 10
Ástraiía 20 2
Bandaríkin (USGS) 0,40 20 2 36
Kenya 40 2
Zimbabwe 80 15
FAO 40 5
UNFCCC 0,05-1 10-30 2-5 - Engin mörk
væri notuð teljast aðeins um
0,2% landsins, eða 205 km2, skógi
vaxin8, og er þá bæði átt við birki
og ræktaða skóga. Ef 2 m hæðar-
skilgreining Snorra er valin, þá er
heildarflatarmál íslenskra skóga
83% meira, eða um 382 km2. Þess
ber að geta að flatarmál ræktaðra
skóga er hér áætlað um 160 km2
út frá plöntufjölda sem fram-
leiddur hefur verið í gróðrar-
stöðvum9, en ekki með beinni
kortlagningu.
3. mynd. Útbreiðsla íslenskra
birkiskóga og birkikjarrs 1988-1991.
Heiidarflatarmái um 1200 km2, eða um
1,2% af flatarmáli íslands. Fengið úr
bókinni Islandsskógar. 11
Hvaða áhrif hefði há
hæðarskilgreining (5 m)?
Þær innfluttu trjátegundir sem
notaðar eru í skógrækt á íslandi
munu að jafnaði ná meira en 5 m
hæð þegar skógurinn hefur náð
fullum þroska (1. mynd), og hefur
því hæðarskilgreiningin lítið að
segja fyrir skógrækt til kolefnis-
bindingar með innfluttum teg-
undum. Birki er einnig mikilvægt
í fslenskri skógrækt, og er nú um
stundir sú trjátegund sem mest
er gróðursett hérlendis10, eða
tæplega 1/3 árlegra gróðursetn-
inga. Hinsvegar er aðeins um
19% íslensks birkilendis hávaxn-
ari en 2 m, og aðeins 4% þess eru
hávaxnari en 4 m6-8. Há hæðar-
skilgreining mun því f raun valda
að ekki verður hægt að nota inn-
lendar trjátegundir til skógræktar
undir formerkjum kolefnisbind-
ingar, a.m.k. ekki á rýru landi.
Af framansögðu er það mat
höfundar að fslendingar eigi að
nota 2 m hæðarskilgreiningu, svo
að endurheimt hins náttúrulega
birkiskógar geti orðið umtals-
verður hluti af nýskógrækt til
kolefnisbindingar.
Hvaða áhrif hefði há krónu-
þekjuskiigreining (30%)?
Ræktaðir skógar með inn-
fluttum trjám munu nánast alltaf
ná meiri þekju en 30% þegar þeir
eru fullþroska. Hinsvegar er
rúmlega 1/3 íslenskra birkilenda
með innan við 40% krónuþekju8.
1 landsúttektinni 1988-1991 á
SKÓGRÆKTARRlTiÐ 2002
91