Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 97

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 97
Endurvinnsla og heimajarðgerð í þágu garðyrkju og r>| / s~\ nTrY*vli^t' O f ið er úr allskyns brotatimbri. Að- OlVvyiil CA/ IVLCll aluppistaðan í framleiðslu á við- arkurli eru vörubretti sem eru Undanfarin misseri hefurgætt talsverðar vakningar í umhverfis- málum. Krafan um endurvinnslu og sjálfbæra þróun í meðferð úr- gangsefna hefur farið vaxandi. Óhætt er að fullyrða að umhverf- isvitund almennings hefur aukist og að hinn almenni borgari vill tileinka sér vistvæna lifnaðar- hætti. Til kanna hvað áunnist hefur f umhverfismálum og end- urvinnslu m.t.t. garðyrkju og skógræktar var ákveðið að slá á þráðinn til Gámaþjónustunnar hf í Reykjavík, sem hefur lengi sinnt sorphirðu og annast sorpflutn- inga á höfuðborgarsvæðinu. FVr- ir svörum var lóhann Hafsteinn Hafsteinsson markaðs- og gæða- stjóri Gámaþjónustunnar hf. Aðspurður sagði hann að Gámaþjónustan hf. hefði um ára- bil safnað ávaxta-og grænmetis- frákasti, frá grænmetisheildsöl- um, verslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Hin síð- ari ár hefði aukin áhersla verið lögð á endurvinnslu í starfsemi fyrirtækisins. Til að ná markmið- um um aukna endurvinnslu hefur dótturfyrirtæki Gámaþjónustunn- ar, Garðamold ehf, þróað og markaðssett nýjar afurðir sem byggja annarsvegar á endur- vinnslu á lífrænu frákasti (ávöxt- um og grænmeti), og hinsvegar á endurnýtingu á allskyns brota- timbri. „Markmiðið hefur verið að stuðla að sjálfbærri þróun í nýtingu á lifrænu og/eða endur- vinnanlegu frákasti. Fyrirtækið hefur lagt mikla vinnu og mikla alúð við þetta þróunarstarf," sagði lóhann Hafsteinn. Sem dæmi um árangursríka endurvinnslu nefndi Jóhann að nú er í verslunum Bónus farið að bjóða upp á Moltublöndu sem framleidd er af Garðamold ehf. „Með því að bjóða þessa vöru til sölu í Bónusverslunum má segja að tekist hafi að loka ákveðinni hringrás, það er þegar lífrænt frá- kast hefur ratað aftur í verslanir sem heilnæm og náttúruvæn vara." Molta og Moltublanda fást einnig í öllum helstu garðvöru- verslunum landsins. Molta er kraftmikill áburður og jarðvegsbætir, ætlaðurtil notk- unar sem áburður á grasflatir, í trjábeð eða í matjurtagarða. Molta er afurð sem verður til við loftháð niðurbrot á lífrænu frá- kasti en það verður við 60 - 70 gráðu hita sem veldur þvf að skordýralirfur og illgresisfræ drepast í ferlinu. Moltublanda er blanda af moltu og mómold. Hún er algjörlega lífræn og hent- ar sérlega vel til gróðursetningar, til dæmis f beð og blómaker. „Molta og Moltublanda eru því tilvaldar í garðyrkju og til notkun ar við allskonar ræktun t.d. við sumarhús, þar sem margir garð- yrkjuunnendur sinna skógrækt og hafa skapað sannkallaða un- aðsreiti," sagði Jóhann. Auk Moltu og Moltublöndu hefur Garðamold þróað nýja vöru sem er sérlega áhuga- verð fyrir áhugafólk um skógrækt. Hér er um að ræða Viðarkurl sem unn- brotin og kurluð í smátt. Kurlið er síðan litað í fimm mismunandi litum. „Við vinnslu á viðarkurli er leitast við að skilja frá málað og fúavarið timbur til að tryggja heilnæma afurð. Einnig má geta þess að sérstök áhersla er lögð á það að kurla einungis brotatimb- ur í þessa framleiðslu en ekki lif- andi eða nýhoggin tré. Þannig komumst við hjá hættunni af sveppasýkingu sem getur látið á sér kræla ef um lifandi tré er að ræða," sagði Jóhann. Viðarkurlið er litað með 100% náttúruvænum leirlitum sem hafa mikið veðrunarþol. Við- arkurlið má t.a.m. nota á beð, í blómaker og sem yfirborðsefni á göngustíga. Það fæst bæði ólit- að eða í fimm mismunandi Iitum, brúnt, grænt, rautt, blátt og gull- litað. „Litað Viðarkurl í trjábeð- um eða á göngustígum er ákaf- lega skrautlegt og lífgar verulega upp á umhverfið. Kurlið er SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.