Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 97

Skógræktarritið - 15.05.2002, Síða 97
Endurvinnsla og heimajarðgerð í þágu garðyrkju og r>| / s~\ nTrY*vli^t' O f ið er úr allskyns brotatimbri. Að- OlVvyiil CA/ IVLCll aluppistaðan í framleiðslu á við- arkurli eru vörubretti sem eru Undanfarin misseri hefurgætt talsverðar vakningar í umhverfis- málum. Krafan um endurvinnslu og sjálfbæra þróun í meðferð úr- gangsefna hefur farið vaxandi. Óhætt er að fullyrða að umhverf- isvitund almennings hefur aukist og að hinn almenni borgari vill tileinka sér vistvæna lifnaðar- hætti. Til kanna hvað áunnist hefur f umhverfismálum og end- urvinnslu m.t.t. garðyrkju og skógræktar var ákveðið að slá á þráðinn til Gámaþjónustunnar hf í Reykjavík, sem hefur lengi sinnt sorphirðu og annast sorpflutn- inga á höfuðborgarsvæðinu. FVr- ir svörum var lóhann Hafsteinn Hafsteinsson markaðs- og gæða- stjóri Gámaþjónustunnar hf. Aðspurður sagði hann að Gámaþjónustan hf. hefði um ára- bil safnað ávaxta-og grænmetis- frákasti, frá grænmetisheildsöl- um, verslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu. Hin síð- ari ár hefði aukin áhersla verið lögð á endurvinnslu í starfsemi fyrirtækisins. Til að ná markmið- um um aukna endurvinnslu hefur dótturfyrirtæki Gámaþjónustunn- ar, Garðamold ehf, þróað og markaðssett nýjar afurðir sem byggja annarsvegar á endur- vinnslu á lífrænu frákasti (ávöxt- um og grænmeti), og hinsvegar á endurnýtingu á allskyns brota- timbri. „Markmiðið hefur verið að stuðla að sjálfbærri þróun í nýtingu á lifrænu og/eða endur- vinnanlegu frákasti. Fyrirtækið hefur lagt mikla vinnu og mikla alúð við þetta þróunarstarf," sagði lóhann Hafsteinn. Sem dæmi um árangursríka endurvinnslu nefndi Jóhann að nú er í verslunum Bónus farið að bjóða upp á Moltublöndu sem framleidd er af Garðamold ehf. „Með því að bjóða þessa vöru til sölu í Bónusverslunum má segja að tekist hafi að loka ákveðinni hringrás, það er þegar lífrænt frá- kast hefur ratað aftur í verslanir sem heilnæm og náttúruvæn vara." Molta og Moltublanda fást einnig í öllum helstu garðvöru- verslunum landsins. Molta er kraftmikill áburður og jarðvegsbætir, ætlaðurtil notk- unar sem áburður á grasflatir, í trjábeð eða í matjurtagarða. Molta er afurð sem verður til við loftháð niðurbrot á lífrænu frá- kasti en það verður við 60 - 70 gráðu hita sem veldur þvf að skordýralirfur og illgresisfræ drepast í ferlinu. Moltublanda er blanda af moltu og mómold. Hún er algjörlega lífræn og hent- ar sérlega vel til gróðursetningar, til dæmis f beð og blómaker. „Molta og Moltublanda eru því tilvaldar í garðyrkju og til notkun ar við allskonar ræktun t.d. við sumarhús, þar sem margir garð- yrkjuunnendur sinna skógrækt og hafa skapað sannkallaða un- aðsreiti," sagði Jóhann. Auk Moltu og Moltublöndu hefur Garðamold þróað nýja vöru sem er sérlega áhuga- verð fyrir áhugafólk um skógrækt. Hér er um að ræða Viðarkurl sem unn- brotin og kurluð í smátt. Kurlið er síðan litað í fimm mismunandi litum. „Við vinnslu á viðarkurli er leitast við að skilja frá málað og fúavarið timbur til að tryggja heilnæma afurð. Einnig má geta þess að sérstök áhersla er lögð á það að kurla einungis brotatimb- ur í þessa framleiðslu en ekki lif- andi eða nýhoggin tré. Þannig komumst við hjá hættunni af sveppasýkingu sem getur látið á sér kræla ef um lifandi tré er að ræða," sagði Jóhann. Viðarkurlið er litað með 100% náttúruvænum leirlitum sem hafa mikið veðrunarþol. Við- arkurlið má t.a.m. nota á beð, í blómaker og sem yfirborðsefni á göngustíga. Það fæst bæði ólit- að eða í fimm mismunandi Iitum, brúnt, grænt, rautt, blátt og gull- litað. „Litað Viðarkurl í trjábeð- um eða á göngustígum er ákaf- lega skrautlegt og lífgar verulega upp á umhverfið. Kurlið er SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.