Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 57

Skógræktarritið - 15.05.2002, Qupperneq 57
stæðileg tré, nema í undan- tekningartilfellum (myndiróog 7). Ef menn beita skóga, sem vaxið hafa upp fyrir höfuðhæð sauðfjár, er einstökum trjám sjaldnast nokkur hætta búin. En lítil sauðfjárbeit getur komið í veg fyrir að skógarnir endurnýi sig, hvort sem er með sjálf- sáningu eða rótarskotum. Ærnar sækja í nýgræðinginn þannig að nýjar plöntur komast ekki á legg. Þannig drepur beitin sjaldan trén, en hún drepur skóginn. Því miður er þetta enn að gerast á íslandi í upphafi 21. aldarinnar (mynd 8). Á sama hátt hefðu skógar fyrri alda getað endurnýjað sig eftir skógarhögg, öskufall eða bruna ef beitin hefði ekki komið til. Þess finnast dæmi að skógar og einstök tré séu þannig staðsett að erfitt er fyrir sauðfé að komast að þeim. Þá hafa þau þraukað f gegnum aldirnar þrátt fyrir erfið skilyrði. Þetta má t.d. sjá í fjallshlíðum (mynd 9), klettum og á hólmum víða um land. Þess finnast jafnvel dæmi að trjágróður geti vaxið út úr húsveggjum.37 Það er ekki nóg með að sauðfjárbeitin eyði og skemmi birkiskóga. Gegndarlaus eyðing og ofnýting íslenskra skóga hefur einnig leitt til úrkynjunar birkisins. Þorsteinn Tómasson hefur sett fram þá kenningu að hún stafi af blöndun erfðaefnis fjalldrapa og birkis.46 Ólíklegt er að slíkir blendingar komist á legg í heilbrigðum birkiskógi, en öðru máli gegnir á nauðbeittu landi. Ekki verður farið nánar út í þessa sálma hér, en áhugasömum er bent á grein Þorsteins. Árið 1945 fór Hákon Bjarnason, þáverandi skógræktarstjóri, í fræga söfnunarferð til Alaska. Ári síðar birti hann grein í Ársritinu um ferðina. Að sjálfsögðu var Hákon hrifinn af gróskunni í Alaska, nema á einu litlu felli sem hann sá í skoðunarferð inn í Matanuskadal. (arðvegur í dalnum er svipaður og á fslandi og þangað komu sauðfjárbændur árið 1916. Þeirgirtu þetta litla fell af, ruddu skóginn og nauðbeittu. Þegar Hákon var þar á ferð, 30 árum síðar, leit fellið út eins og flest íslensk fjöll; bert og blásið ofan á klöpp. Önnur svæði f dalnum voru skógi vaxin, þó þar væri samskonar jarðvegur. Hákon var undrandi yfir þvf hversu hratt eyðingin hafði gengið fyrir sig og óskaði þess að íslendingar gætu lært af þessu. „Ég óskaði þess með sjálfum mér, að allir þeir, sem blindastir eru á örtröðina á íslandi, og eins þeir, sem loka augunum fyrir henni, ættu þess kost að líta þetta fell augum, því að þeir mundu áreiðanlega verða heilskyggnir á eftir."20:bls 36 Á fslandi eru auðvitað til svipuð dæmi um hraða gróðurhnignun vegna beitar, m.a. íVíðidal á Lónsöræfum. Þorvaldur Thoroddsen kom í Víðidal árið 1882 og undraðist grósku dalsins, enda höfðu þá sjaldan komið þangað kindur í 30-40 ár. Gróðurinn var óvenju mikill og stórvaxinn. Hestarnir óðu grasið, víðinn og blóm- lendið í hné og þar yfir. Inn á milli voru hvannastóð sem náðu mönnum í öxl. Ári seinna hófst sauðfjárbúskapur í dalnum. Tólf árum síðar kom Þorvaldur aftur í Víðidal og þá var allur gróður smávaxnari en áður. Engar hávaxnar plöntur sáust og hvannastóðið var horfið. Þor- valdur var ekki í nokkrum vafa um að sauðfjárbeitinni var um að kenna.47 48 Rannsóknir hafa verið gerðar á beit sauðkinda á fslandi. Samkvæmt þeim fækkar há- plöntutegundum með aukinni beit, tegundasamsetning gróðurs breytist, rof eykst og frjósemi jarðvegs minnkar.7 Með vaxandi beit vex hlutfall mosa og hálf- grasa. Hlutfallsaukning mosa stafar af minni gróðurþekju.26 Mynd 8: Beittur birkiskógur í Hallormsstaðahálsi. Engin endurnýjun er sjáanleg í skógarbotninum. Allur teinungur er hreinsaður upp jafnharðan og engar greinar eru sjáanlegar í höfuðhæð sauðkindarinnar. Smám saman týna fullorðnu trén tölunni uns skógurinn deyr, nema tímabundin friðun komi til. Beitin drepurekki trén, en hún drepur skóginn. Mynd: Sig.A. SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2002 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.