Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 55

Skógræktarritið - 15.05.2002, Side 55
Mynd 6: Beit skemmir tré. Hrútar á beit í birkikjarri á (ökuldal. Á myndinni sést að lítið er um lauf í höfuðhæð birkisins. Mynd: Helgi Hallgrímsson. álagið af beitinni hefur verið gríðarlegt á köldum árum.18 Þegar hallærin skullu á hafa stoðir rányrkjunnar brostið. ísland liggur á veðramótum nyrst í Atlantshafi og jarðvegur þess er viðkvæmur. Samt getur láglendi þess verið þakið birkiskógum og blómlendi ef því er sýnd vægð. Gróðurfar er óvíða f samræmi við veðurfar. Beitar- áhrifin eru svo mikil að þau eru öllum öðrum umhverfisþáttum sterkari. Tilkoma mannsins á íslandi olli meiri jarðvegseyðingu en nokkurt eldgos síðastliðin 8000 ár. Orsökin er ekki veðurfarsleg, heldur eru það maðurinn og sauðkindin sem er meginorsökin.5-39 Klæði landsins Ýmsir þættir geta haft áhrif á mat manna á landi. Má þar nefna nýtingarsjónarmið, fegurðarsmekk og hvað við teljum að sé náttúrulegt ástand. Á seinni árum hafa ný viðhorf rutt sér til rúms varðandi land- nýtingu. Fyrr á öldum var land fyrst og fremst metið eftir því hversu gott var að ala þar sauðfé. Það mætti jafnvel taka svo djúpt í árinni að segja að áður fyrr hafi ekki verið til mismunandi fallegt landslag, heldur mismunandi gott beitiland. Mögulegt er að nýta útjörð til annars en beitar. Hægt er að byggja upp framtíðar- auðlind með skógrækt, stunda gönguferðir og veiðar eða njóta annarrar útivistar á vel grónu og skýldu landi, nýta landið fyrir ferðamennsku o.s.frv. Ekki á að líðast að lausaganga búfjár hindri aðra landnýtingu. Trúlega á þéttbýlismyndunin mestan þátt í því að viðhorfin hafa breyst og fólk vill eiga aðgang að óspilltri náttúru. Þrautpínd beitilönd geta ekki talist til óspilltrar náttúru. Til að meta ástand lands hafa fræðimenn einkum horft til tveggja þátta: Jarðvegsrofs og gróðurfars. Landgræðsla ríkisins og Rannsóknastofnun land- búnaðarins (Rala) unnu að gerð gagnabanka á árunum 1991 - 1996. í kjölfarið var gefin út skýrsla undir nafninu „Jarðvegsrof á íslandi".35 Þeirri skýrslu var hampað mjög er hún var gefin út, enda er hún mikið rit ogvelunnið. Hlaut hún m.a. umhverfisverðlaun Norður- landaráðs á sínum tíma. Síðan hefur verið hljótt um skýrsluna. í henni er lögð áhersla á áhrif landnýtingar sem áhrifavalds í jarðvegsrofi og þar kemur fram að yfir helmingur landsins telst hafa alvarlegt rof. Ekkert rof er aðeins á 4% lands. Vart verður á móti mælt að þetta er slæmur dómur fyrir ástand lands. í þessum tölum eru hæstu fjöll, jöklar, vötn og ár undanskilin, sem samtals þekja um 23% . Þar af eru 9,5% háfjöll, sem ekki eru talin þola beit. Áhugasömum er bent á skýrsluna og heimasíðu Rala, en þar hefur upplýsingavef- ur um jarðvegsrof fengið nafnið SKÓGRÆKTARRITIÐ 2002 53

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.