Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 6

Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 6
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20144 Minning SIGURÐUR BLÖNDAL 03. nóv em ber 1924 - 26. ágúst 2014 Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri Genginn er einn helsti máttarstólpi skógræktar á Íslandi, Sigurður Blöndal skógræktarstjóri. Sigurður tengdist skógræktarhreyfingunni sterkum böndum frá fyrstu tíð. Hann var víðlesinn og stöðugt að afla sér þekkingar á sviði skógræktar og náttúruvísinda. Úr þeim þekkingarbrunni var hann óspar að miðla til félagsmanna í skógræktar- félögum innan vébanda Skógræktarfélags Íslands. Á þeim árum sem Sigurður gegndi starfi skógræktar- stjóra fór hann víða um land og heimsótti þá gjarnan skógræktarfélög og skógarreiti. Afrakstur þessara ferða birtist svo oftar en ekki í greinum Sigurðar í Skógræktarritinu undir vinnuheitinu Fyrr og nú, en auk þess ritaði hann fjölmargar aðrar greinar um skógrækt. Í starfi sínu sem skógræktarstjóri árin 1977-1989 sýndi Sigurður það í verki hversu mikilvægt það væri að efla starf grasrótarinnar og leggja skógræktarfélögum lið. Samhliða öflugu starfi fyrir skógræktarhreyfinguna vann Sigurður markvisst að því að efla skógrækt bænda og auka skilning innan bændastéttarinnar á skógrækt sem búgrein. Með skrifum sínum hafði hann sterk og mótandi áhrif á þá kynslóð sem nú fer fyrir skógrækt á Íslandi og ef að líkum lætur mun áhrifa hans gæta langt fram á þessa öld. Ritstjórar Skógræktarritsins vilja að leiðarlokum birta nokkrar minningargreinar sem hver um sig varpa nokkru ljósi á starf Sigurðar, persónu hans og lífshlaup. Minningarræða við útför Sigurðar Blöndal frá Egilsstaðakirkju Kæru vinir, sveitungar og vandamenn Sigurðar Blöndal! Ég stend hér á þessari minningarstund og á þessum undurfallega degi til að efna gamalt loforð við Sigurð Blöndal um að tala yfir honum gengnum. Ég leyfi mér að líta á mig sem fulltrúa þeirra mörgu sem urðu fyrir áhrifum af hugsjónaeldi og framtíðarsýn Sigurðar um ræktun lands og lýðs sem hann boðaði manna snjallast á seinni hluta 20. aldar. Hannes Hafstein orðfærði þá sýn í margrómuðu kvæði sínu við aldamótin fyrri. Segja má að sú draumsýn hafi nú ræst. Við lifum og menning okkar vex í lundum nýrra skóga. Ég hitti Sigurð Blöndal fyrst árið 1970 þegar hann Sigurður var skemmtilegur samferðarmaður. Hann kunni þá list að ræða við fólk og var forvitinn um hagi þess. Fyrstu kynni ritstjóra af Sigurði voru árið 1980 þegar Sigurður var skógræktarstjóri. Hafði fengið tíma hjá ritara hans í þeim tilgangi að forvitnast um skógræktarnám. Átti von á stuttu viðtali. Eftir fjögurra tíma samtal, sem snérist að mestu um fiskvinnslu og umræður um þróun í sjávarútvegi, en minna um skógrækt, sagðist hann eiga nokkra pésa um skógrækt sem hann vildi afhenda. Skriðum við upp á háaloft á Ránargötu 18 þar sem hann dró fram bækur og bæklinga. Klifaður í bak og fyrir af þessum eftirminni- lega fundi mátti matvæla- og fiskvinnslufræði sín lítils næstu vikurnar í fisktæknanáminu við Fiskvinnsluskólann í Hafnarfirði. Mynd: Jóhann F. Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.