Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 10
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20148
Við ferðalok vil ég minnast góðs vinar, félaga og
náins samstarfsmanns, Sigurðar Blöndals, fv. skóg-
ræktarstjóra nokkrum orðum. Kynni okkar Sigurðar
hófust fyrir hartnær 50 árum þegar hann kom
í heimsókn til frænda míns og fóstra, Þorsteins
Valdimarssonar skálds, sem þá bjó á heimili okkar,
en Þorsteinn hafði unnið hjá Sigurði í skóginum á
Hallormsstað í mörg sumur og var þeim vel til vina.
Ég menntaskólastrákurinn minnist þessara fyrstu
kynna með mikilli ánægju og kannski var þarna
lagður ákveðinn grunnur sem varð þess valdandi að
ég nokkrum árum seinna valdi skógrækt sem nám og
lífsstarf. Þessa fyrstu kvöldstund með Sigga kynntist
ég fræðaranum, sögumanninum og söngmanninum
sem heillaði mig strax og þarna tókust kynni og
vinátta sem entist ævilangt.
Að loknu skógræktarnámi í Noregi fluttist ég árið
1974 ásamt fjölskyldu til Íslands og tók til starfa
sem aðstoðarskógarvörður á Hallormsstað. Þetta
voru spennandi tímar, að fá að takast á við verkefni
í stærsta skógi landsins undir handleiðslu Sigurðar.
Árangur af þrotlausu starfi frumherjanna, þ.á.m.
Sigurðar, var að koma í ljós, skógar á Íslandi gætu
orðið raunveruleg auðlind sem skipti máli fyrir
land og þjóð í framtíðinni. Þetta var á fyrstu árum
skipulegrar skógræktar á vegum bænda í Fljótsdals-
áætlun sem byrjaði 1970 en Sigurður átti mikinn þátt
í að það verkefni hófst og fengust fjárveitingar frá
ríkinu til framkvæmda. Fljótdalsáætlun varð síðan
fyrirmynd að skógræktarverkefnum á bújörðum
bænda víðar um land sem á endanum leiddi til stofn-
unar Héraðsskóga og seinna fimm landshlutaverk-
efna, sem í dag eru stærstu framkvæmdaaðilar í
skógrækt á Íslandi.
Sigurður var fyrst og fremst fræðarinn, með yfir-
gripsmikla þekkingu á skógrækt og náttúru landsins
og skrifaði ótal greinar í blöð og tímarit um skógrækt
ásamt að fræða og kenna skógrækt við m.a. Bænda-
skólann á Hvanneyri, Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera-
gerði og Menntaskólann á Egilsstöðum. Sigurður var
mjög virkur í starfi skógræktarfélaganna í landinu og
var eftirsóttur fyrirlesari á fundum þeirra. Hann tók
að sér ásamt Skúla Gunnarssyni að skrifa bókina
Íslandsskógar, hundrað ára saga sem út kom á hundrað
ára afmæli skipulegrar skógræktar á Íslandi, sem
miðast við upphaf gróðursetningar á Furulundinum
á Þingvöllum árið 1899. Sigurður var áhugasamur
ljósmyndari og hafa margar myndir hans ratað inn í
bækur og tímarit sem fjalla um skógrækt.
Sigurður var alla tíð mjög áhugasamur um samstarf
við erlenda skógræktarmenn og fór víða um heim og
kynntist aðstæðum, stefnum og straumum í skóg-
ræktarmálum heimsins. Sérstaklega lagði hann mikla
rækt við efla samstarf og tengsl við nágranna okkar á
Norðurlöndum og eins Skotland, Írland og Kanada.
Eftir að ég tók við sem skógræktarstjóri árið 1990
studdi og leiðbeindi Sigurður mér ávallt þegar ég
leitaði til hans en minningin um glaðværan félaga,
vinamargan og hrók alls fagnaðar á fundum og
ráðstefnum skógræktarfólks ber samt hæst.
Jón Loftsson
Fallinn er lávarður skógarins, einn af máttarviðum
íslensks og ekki síst austfirsks samfélags á 20. öld.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Sigurði
Blöndal þegar ég vann hjá Héraðsskógum á síðasta
áratug 20. aldar. Þá var hann fluttur aftur heim á
Fljótsdalshérað og vann að því að reisa sér hús í
miðjum Hallormsstaðaskógi þar sem hann hafði alið
mestan sinn aldur. Á honum var engan bilbug að
finna þó að eftirlaunaárin væru runnin upp. Mér er
minnisstætt hve þrekmikill hann var þegar við vorum
að velja leiðir fyrir göngustíga í Eyjólfsstaðaskógi
fyrir Skógræktarfélag Austurlands. Þá áttum við góða
stund á Reynivöllum, undir gríðarstórri krónu aldar-
gamals reynitrés sem varð okkur Sigurði síðar báðum
viðfangsefni fyrir gleiðlinsur myndavéla okkar. Á leið-
inni til baka litum við síðan við hjá Douglasgreni-
trjám sem standa nokkur í miðri sumarhúsabyggð-
Pípan var hluti af lífsstíl Sigurðar. Hér er hann að syndga upp á náðina
ásamt Sæmundi Þorvaldssyni skógræktarfrömuði á Vestfjörðum.
Aðalfundur í Reykholti 2002. Mynd: BJ