Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201410
um árangur í skógrækt á Íslandi yfirleitt. Uppbygging
gróðrarstöðva var þó hafin og áhersla var á að gróður-
setja. Stærstur hluti gróðursetninga í Hallormsstaða-
skógi fór fram í skógarvarðartíð Sigurðar. Náði hann
að fylgjast með vexti og þroska þeirra reita í meira en
hálfa öld. Hann vissi vel af eigin raun um alla erfið-
leikana sem þurfti að yfirstíga og öll skakkaföllin sem
trén urðu fyrir. Því var hann sallarólegur yfir einstaka
atburðum eins og vorhretinu 2003 sem stórskemmdi
mestallt lerki á Héraði. „Þetta er ekki verra en áður
hefur gerst“ sagði hann mér.
Á meðan Sigurður gegndi embætti skógræktar-
stjóra stýrði hann framförunum. Tæknilegar framfarir
urðu geysimiklar, ekki síst með tilkomu gróðurhúsa
og bakkaplantna. Hann talaði fyrir þeirri hugsun
að meta ætti gildi skóga út frá fjölþættum notum;
efnislegum gæðum vissulega en einnig gildi þeirra
til útivistar, skjólmyndunar og jarðvegsverndar svo
dæmi séu tekin. Hann færði styrktarkerfi skógræktar
af tilraunastigi Fljótsdalsáætlunar yfir í lögbundið
form Nytjaskógræktar á bújörðum, sem var undanfari
núverandi Landshlutaverkefna í skógrækt. Að öðrum
sem komu að því verkefni ólöstuðum var Sigurður
helsti hugmyndafræðingur Landgræðsluskóga. Hann
lét taka niður Óviðkomandi bannaður aðgangur
skiltin sem víða prýddu girðingar Skógræktar ríkisins
og bauð almenning velkominn í skógana. Opnun
skóganna hefur síðan haldið áfram hjá Skógrækt
ríkisins og Skógræktarfélagi Íslands og eru skógar nú
meðal fjölsóttustu útivistarsvæða landsins.
Sigurður upplifði ekki miklar breytingar í timbur-
framleiðslu íslenskra skóga á meðan hann var skógar-
vörður og síðan skógræktarstjóri, enda skógrækt
enn á æskuskeiði sínu. Hann lifði þó í aldarfjórðung
eftir að hann hætti launaðri vinnu og á þeim tíma
byrjaði uppskeran að skila sér. Hann stýrði sjálfur
grisjun á vegum Skógræktarfélags Austurlands í
Eyjólfsstaðaskógi. Hann fylgdist vel með aukinni
Sigurður og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir, voru aufúsugestir á
samkomum Skógræktarfélags Íslands, gleðigjafar og góðir samferða-
menn. Þau hjónin voru gerð að heiðursfélögum Skógræktarfélags
Íslands árið 1989 og nutu virðingar í ranni skógræktarfólks. Þau voru
höfðingjar heim að sækja. Af þeim heimsóknum hefur margur skóg-
ræktarmaðurinn komið glaðari, trúfastari og vissari í sinni sök um
framtíð skógræktar á Íslandi. Hér eru þau hjónin á Kvíakletti árið 2000
þar sem þeim leið allra best. Mynd: BJ
Fljótsdalshérað hefur alið marga hugsjónamenn í skógrækt. Hér er
einn góðvinur Sigurðar, öðlingurinn Björn Bjarnason í Birkihlíð, sem
stóð fyrir mikilli einkaskógrækt á jörð sinni í Skriðdal. Myndin er tekin
í móttöku Skógræktarfélags Austurlands árið 2002 en báðir störfuðu
fyrir félagið um áratuga skeið. Mynd: BJ