Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 12

Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 12
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201410 um árangur í skógrækt á Íslandi yfirleitt. Uppbygging gróðrarstöðva var þó hafin og áhersla var á að gróður- setja. Stærstur hluti gróðursetninga í Hallormsstaða- skógi fór fram í skógarvarðartíð Sigurðar. Náði hann að fylgjast með vexti og þroska þeirra reita í meira en hálfa öld. Hann vissi vel af eigin raun um alla erfið- leikana sem þurfti að yfirstíga og öll skakkaföllin sem trén urðu fyrir. Því var hann sallarólegur yfir einstaka atburðum eins og vorhretinu 2003 sem stórskemmdi mestallt lerki á Héraði. „Þetta er ekki verra en áður hefur gerst“ sagði hann mér. Á meðan Sigurður gegndi embætti skógræktar- stjóra stýrði hann framförunum. Tæknilegar framfarir urðu geysimiklar, ekki síst með tilkomu gróðurhúsa og bakkaplantna. Hann talaði fyrir þeirri hugsun að meta ætti gildi skóga út frá fjölþættum notum; efnislegum gæðum vissulega en einnig gildi þeirra til útivistar, skjólmyndunar og jarðvegsverndar svo dæmi séu tekin. Hann færði styrktarkerfi skógræktar af tilraunastigi Fljótsdalsáætlunar yfir í lögbundið form Nytjaskógræktar á bújörðum, sem var undanfari núverandi Landshlutaverkefna í skógrækt. Að öðrum sem komu að því verkefni ólöstuðum var Sigurður helsti hugmyndafræðingur Landgræðsluskóga. Hann lét taka niður Óviðkomandi bannaður aðgangur skiltin sem víða prýddu girðingar Skógræktar ríkisins og bauð almenning velkominn í skógana. Opnun skóganna hefur síðan haldið áfram hjá Skógrækt ríkisins og Skógræktarfélagi Íslands og eru skógar nú meðal fjölsóttustu útivistarsvæða landsins. Sigurður upplifði ekki miklar breytingar í timbur- framleiðslu íslenskra skóga á meðan hann var skógar- vörður og síðan skógræktarstjóri, enda skógrækt enn á æskuskeiði sínu. Hann lifði þó í aldarfjórðung eftir að hann hætti launaðri vinnu og á þeim tíma byrjaði uppskeran að skila sér. Hann stýrði sjálfur grisjun á vegum Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi. Hann fylgdist vel með aukinni Sigurður og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir, voru aufúsugestir á samkomum Skógræktarfélags Íslands, gleðigjafar og góðir samferða- menn. Þau hjónin voru gerð að heiðursfélögum Skógræktarfélags Íslands árið 1989 og nutu virðingar í ranni skógræktarfólks. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Af þeim heimsóknum hefur margur skóg- ræktarmaðurinn komið glaðari, trúfastari og vissari í sinni sök um framtíð skógræktar á Íslandi. Hér eru þau hjónin á Kvíakletti árið 2000 þar sem þeim leið allra best. Mynd: BJ Fljótsdalshérað hefur alið marga hugsjónamenn í skógrækt. Hér er einn góðvinur Sigurðar, öðlingurinn Björn Bjarnason í Birkihlíð, sem stóð fyrir mikilli einkaskógrækt á jörð sinni í Skriðdal. Myndin er tekin í móttöku Skógræktarfélags Austurlands árið 2002 en báðir störfuðu fyrir félagið um áratuga skeið. Mynd: BJ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.