Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 24
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201422
barrheldnara en rauðgreni. Nota skal öflugar bakka-
plöntur, stærð í hlutfalli við grósku lands. Ræktunar-
tími er 10-25 ár.
Fjallaþinur (Abies lasiocarpa)
Fjallaþinur hefur verið lengi í ræktun hér en árangur
er misjafn. Tugum kílóa af fjallaþinsfræi var sáð í
gróðrarstöðvum landsins á síðustu öld en árangurinn
getur varla talist í samræmi við það. Alla vega ef litið
er á skýrslur yfir jólatrjáatöku því þá kemur í ljós að
aðeins nokkur hundruð fjallaþinir hafa verið seldir
sem jólatré hérlendis. Ástæðurnar eru margvíslegar.
Mikil afföll hafa orðið vegna þess að plönturnar þola
illa samkeppni við gras fyrst eftir gróðursetningu og
vegna kals og sveppasjúkdóma. Þá er mikil tvítoppa-
myndun í fjallaþini vegna haustkals og svo eru til
kvæmi með allt of gisinn vöxt eins og Skagway
(athyglisvert er að besta stafafurukvæmið er eitt versta
þinkvæmið). Þrátt fyrir þetta eru bundnar nokkrar
vonir við fjallaþin sem jólatré. Hann er barrheldinn
og ágætlega ilmandi. Hann getur verið afar þéttur
og íturvaxinn og hann tekur vel hliðar- og tvítoppa-
klippingum. Hann þarf að vaxa undir skermi en einnig
kemur til greina að nota hann í skjólgróðursetningum
með lerki, 1200 lerki á móti 6000 fjallaþinum á
hektara. Með réttu kvæmavali (suðlæg fjallakvæmi)
og topp- og hliðarklippingum má fá nýtingu á fjalla-
þin upp fyrir 50%. Þá eru afföll ekki talin en þau eru
meiri hjá þin en öðrum ættkvíslum jólatrjáa. Velja
verður stærð plantna eftir grósku lands og ekki setja
smáplöntur á kaf í sinu. Ræktunartími er 12-24 ár.
Spáð og spekúlerað
Plöntubil við gróðursetningu ræðst af nokkrum þáttum.
Sé meiningin að hefja ekki jólatrjáatöku fyrr en trén
hafa náð 1,5 m hæð þá má ekki fara mikið niður fyrir
1,5 m í bil eða 4450 tré á hektara. Sé hinsvegar inni í
myndinni að hefja jólatrjáatöku strax við 1 m hæð þá
má fara niður í 1,2 m bil eða um 7000 tré á ha.
Þá látum við lokið umtali um helstu jólatrén og snúum
okkur að allra handa pælingum um jólatrjáaræktun
og greinaræktun framtíðarinnar og spáum í hugsan-
lega möguleika.
Jólatré í Bandaríkjunum
Bandaríkjamenn líkjast Íslendingum að því leiti að
þeir nota allskonar tré sem jólatré. Nýlega var gerð
könnun á því hver væru þeirra uppáhalds jólatré. Tíu
vinsælustu tegundirnar voru:
Kvæmamunur í fjallaþin. Annars vegar „njólar“ af Skagway kvæmi og hins vegar státin planta af suðlægu kvæmi.