Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 26

Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201424 Blöndal um balsamþingróðursetningu af þremur kvæmum frá 1962 „Flestar plönturnar vesluðust upp“. Um hvítþin „Á 3. gróskuflokki hafa plönturnar varla tosast upp í hálfan meter á 30 árum“. Um nordmanns- þin „Af þeim 600 trjám, sem gróðursett voru 1967 lifa 3 í kröm, og hafa nánast ekkert vaxið. Að vísu voru þau gróðursett í þriðja gróskuflokk“. Sumum þinum hættir meira við haustkali en öðrum, þetta á sérstaklega við um nordmannsþin og hvítþin. Eigi að vera einhver von um að nýta þá sem jólatré þá er ítrekuð klipping algjört skilyrði. Raunar á þetta að meira eða minna leyti við um hina þinina líka, að eigi að fá gott nýtingarhlutfall, þá þarf endurteknar klippingar yfir vaxtarlotuna. Það sem gerir þin sérlega eftirsóttan sem jólatré er að hann heldur nálunum áratugum saman eftir að hann er felldur. Sjaldan er þó reynt til hlítar á þann kost. Síberíuþinur (Abies sibirica). Er fagurgrænni en fjallaþinurinn og öllu léttbyggðari. Greinar hans eru ljómandi fallegar og hann getur orðið ágætt jólatré. Hann hefur þann galla að greinarnar eru fremur veiklu- legar. Síberíuþinurinn hefur reynst þokkalega í upp- eldi og greinilegur kvæmamunur er á þeim gróður- setningum sem til eru í landinu. Stálpaðar potta- plöntur af kvæminu Altai (plantað um 1995 undir skermi) koma ágætlega út bæði í Kjarna, Vaðlareit og víðar um land. Eðalþinur (Abies procera). Mikið notaður í skraut- greinar. Mikið af greinum hans er flutt hingað árlega og selt undir nafninu nobilis. Nokkur dæmi eru um að hann hafi þrifist ágætlega hér og þar um landið. Hann er notaður sem jólatré í Bandaríkjunum. Gróðursetjið pottaplöntur í skjóli. Rauðþinur (Abies magnifica). Ágæt gróðursetning er til af þessari tegund á Hallormstað undir skermi og þykja trén sérlega jólatrjáaleg. Tegundin er náskyld og nauðalík eðalþin. Balsamþinur (Abies balsamea). Hefur verið rækt- aður undir skermi í Fellsskógi í Þingeyjarsýslu og Vaglaskógi. Greinarnar hafa verið seldar á Húsavík undir nafninu ilmþinur, sem verður að kallast fyrir- taks markaðssetning. Enda er balsamþinurinn mjög ilmandi og raunar alveg í sérflokki með það. Greinar- höfundur skoðaði 50 ára balsamþinreit í Vaglaskógi Smá blágreniakur í Kristnesi. Trén eru 15-18 ára, af kvæminu Rio Grande. Þegar hefur verið tekið mikið af trjám úr reitnum. Þau sem eftir eru, eru flest öll klippt. Síberíuþinur af Altai uppruna í Kjarnaskógi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.