Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 28
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201426
þrífst ágætlega hérlendis. Hægt að fá fallegar greinar
en varla jólatré.
Skógarfura (Pinus sylvestris). Eitt besta timburtré
Evrópu en fáum þar á bæ hefur dottið í hug að nota
það sem jólatré. Hinsvegar er skógarfuran mest
gróðursetta jólatré Bandaríkjanna. Hér á landi er
skógarfuran mun þéttari en stafafuran. Höfundurinn
hefur ræktað skógarfuru af strandkvæmi frá Norður-
Noregi, nánar til tekið Melöy Kommune. Gallinn er
sá að nokkur hluti plantnanna er hrjáður af furulús.
Reynslan er sú að um þriðjungur plantna sé óhæfur
sem jólatré vegna þessa. Þá er vetrarlitur skógar-
furu nokkuð gulgrár ef miðað er við stafafuru. Þrátt
fyrir þetta er skógarfuran líkleg til að skila um 40%
nýtingu þar sem best lætur. Ræktun á bersvæði og
um 7500 plöntur á hektara. Uppskerutími 9-17 ár.
Tíma gæti tekið að búa til markað fyrir skógarfuruna.
Undirritaður hefur enn sem komið er aðallega selt
hana sem smátré, 0,8-1,5 m á hæð.
Þrettán ára blandgróðursetning í Kristsnesi. Rússalerki, stafafura og rauðgreni. Lerkið er fyrirmyndarfóstra, sem vex hraðar og gefur viðkvæmari
tegundum skjól þegar líður að uppskerutíma.
Lindifura (Pinus sibirica og P. cembra). Snotur fimm
nála fura sem getur verið hið huggulegasta jólatré
og ekki síður fallegar greinar. Skjólgóður staður, ekki
undir skermi.
Dögglingsviður (Pseudotsuga menziesii). Vísbendingar
eru um mikinn kvæmamun hjá dögglingsviðnum og
ekki ólíklegt að það finnist kvæmi sem hentað gæti
til jólatrjáaframleiðslu hér undir skermi. Þarf vafalaust
stæðilegar plöntur, klippingu og bestu aðstæður.
„Þetta fína“
Loks eru hér taldar upp þrjár tegundir sem hentað
gætu til greinaframleiðslu í smáum stíl, til dæmis
til sölu í blómaverslunum, til kransagerðar og svo-
leiðis smá heimilisiðnaðar. Þetta eru alaskasýprus
(Chamaecyparis nootkatensis), fagursýprus
(Chamaecyparis lawsoniana) og risalífviður (Thuja
plicata). Allar hafa þessar tegundir vaxið og dafnað
við bestu skilyrði undir skermi. En hægt vaxa þær.