Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 34
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201432
flutningi beykisins til Sæheims en með DNA-saman-
burði hefur hann verið rakinn til Danmerkur. Tilgang-
urinn hefur væntanlega verið að nýta skóginn sem
beitarland fyrir svín og útvega verðmætan smíða-
við á konungssetrinu. Nú þekur beykiskógur um 20
hektara og hefur hann skyggt út aðrar trjátegundir
og ofurhægt lagt undir sig stærra svæði. Um sjö
hektarar af skóginum eru nú náttúruverndarsvæði
og heitir sá hluti Vollom, sem trúlega hefur sömu
merkingu og Völlur. Hæstu trén eru um 25-30 m og
gæðin þokkaleg, þótt þau keppi ekki við beykivið
vaxinn í mið-Evrópu.
Rétt sunnan við beykiskóginn er konungsgröf frá
heiðnum sið og lauk heimsókn okkar í Hörðalandi
þar. Talið er að þar sé grafinn Hákon hinn góði Aðal-
steinsfóstri, yngsti sonur Haraldar hárfagra. Hann
ólst upp hjá Aðalsteini hinum sigursæla Englands-
konungi, þess er hafði sigur í orrustunni miklu við
Ólaf Skotakonung, en í liði Aðalsteins voru ekki minni
kappar en þeir bræður Egill og Þórólfur Skallagríms-
synir. Þórólfur féll í orrustunni en framganga Egils réð
samkvæmt Egilssögu baggamuninn. Varðveist hefur
kvæði á fornensku um þessa frægu orrustu, Orrustan
um Brunanborg.
Hákon sneri heim til Noregs og tók við konungdómi
af eldri bróður sínum, Eiríki blóðöxi, sem var orðinn
óvinsæll meðal þegna sinna. Hákon aftur á móti varð
vel látinn heima fyrir en herjaði víða um lönd. Árið
961 sóttu að honum frændur hans Eiríkssynir með
liðsstyrk frá Danakonungi í mikilli orrustu að Fitjum
sunnan við Björgvin. Hákon sigraði í orrustunni en
lést af sárum sínum á Hellnum en mælti fyrir að
heygja ætti hann á Sæheimi. Þar sem hann átti engan
erfingja mælti hann svo fyrir að krúnan gengi til
frænda hans Eiríkssona.
Frá konungsgröfinni var stefnan tekin til Gulafjarðar
en þar er talið að hið forna Gulaþing hafi verið en
það mun hafa verið fyrirmynd Alþingis okkar Íslend-
inga. Í Heimskringlu Snorra Sturlusonar segir svo frá:
Þá er Hákon [hin góði] var konungur í Noregi var
friður góður með búendum og kaupmönnum svo að
engi grandaði öðrum né annars fé. Þá var ár mikið bæði
á sjá og á landi. Hákon konungur var allra manna
glaðastur og málsnjallastur og lítillátastur. Hann var
maður stórvitur og lagði mikinn hug á lagasetning.
Hann setti Gulaþingslög með ráði Þorleifs spaka og
hann setti Frostaþingslög með ráði Sigurðar jarls og
annarra Þrænda þeirra er vitrastir voru. En Heiðsævis-
Konungsgröfin í Sæheimi sem talin er vera gröf Hákonar hins góða
Aðalsteinsfóstra (d. 961 e. Kr.).
Heimildir um forna höfðingja í Noregi eru m. a. sóttar í verk þeirra
frænda Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar.