Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 36
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201434
gjalda þeim mest af eigum sínum. En móðir þeirra
Atlasona var mjög ósátt við sáttfýsi Atla og Hásteins
og sáu þeir Ingólfur og Leifur að hag sínum væri
betur borgið í nýju landi. Þar missti Atli bandamenn
góða og stutt var í endalok veldis hans.
Þá er Haraldur konungur gekk til ríkis í Noregi og hann
mægðist við Hákon jarl Grjótgarðsson, fékk hann
Sygnafylki Hákoni jarli mági sínum, er Haraldur konungur
fór í Vík austur. En Atli jarl vildi eigi af láta ríkinu, áður
hann fyndi Harald konung. Jarlarnir þreyttu þetta með
kappi og drógust að her. Þeir fundust á Fjölum í Stafa-
nessvagi og börðust; þar féll Hákon jarl, en Atli varð sár
og fluttur í Atley; hann dó þar úr sárum.
Eftir það hélt Hásteinn (son hans) ríkinu, þar til er
Haraldur konungur og Sigurður jarl drógu her að
honum. Hásteinn stökk þá undan og brá til Íslands-
ferðar. Hann átti Þóru Ölvisdóttur; Ölvir og Atli voru
synir þeirra.
Hásteinn skaut setstokkum fyrir borð í hafi að fornum
sið; þeir komu á Stálfjöru fyrir Stokkseyri, en Hásteinn
kom í Hásteinssund fyrir austan Stokkseyri og braut þar.
Hásteinn nam land milli Rauðár og Ölfusár upp til
Fyllarlækjar og Breiðamýri alla upp að Holtum og bjó
á Stjörnusteinum og svo Ölvir son hans eftir hann; þar
heita nú Ölvisstaðir. Ölvir hafði landnám allt fyrir utan
Grímsá, Stokkseyri og Ásgautsstaði, en Atli átti allt
milli Grímsár og Rauðár; hann bjó í Traðarholti. Ölvir
andaðist barnlaus; Atli tók eftir hann lönd og lausafé;
hans leysingi var Brattur í Brattsholti og Leiðólfur á
Leiðólfsstöðum.
Atli var faðir Þórðar dofna, föður Þorgils örrabeinsstjúps.
Hallsteinn hét maður, er fór úr Sogni til Íslands, mágur
Hásteins; honum gaf hann ytra hlut Eyrarbakka; hann
bjó á Framnesi. Hans son var Þorsteinn, faðir Arngríms,
er veginn var að fauskagrefti, hans son Þorbjörn á
Framnesi.
Ennfremur segir í Landnámu:
Björn buna hét hersir ágætur í Noregi, son Veðrar-Gríms
hersis úr Sogni; móðir Gríms var Hervör, dóttir Þorgerðar
Eylaugsdóttur hersis úr Sogni.
Frá Birni er nær allt stórmenni komið á Íslandi; hann
átti Vélaugu. Þau áttu þrjá sonu; einn var Ketill flatnefur,
annar Hrappur, þriðji Helgi; þeir voru ágætir menn, og
er frá þeirra afkvæmi margt sagt í þessi bók.
Í ljósi þessa og þess að landnám Ingólfs byggist að
því er virðist af vinum og sveitungum Ingólfs og hins
að Hásteinn, sonur Atla jarls á Gaulum og hans fólk,
nemur stóra hluta Árnessýslu og Rangárþings ytra, er
ljóst að við erum hér komin að leita rótanna.
Í Hrífudal mætti okkur óvænt móttökunefnd heima-
manna. Í broddi fylkingar voru bændur á samnefndum
bæ, Kjell Ask og Petra kona hans, sem er fædd og
uppalin á staðnum. Þau buðu upp á kaffi og ljúffengt
bakkelsi og Kjell miðlaði af sínum fróðleik um hin sögu-
legu tengsl. Var engu líkara en landnámsmenn hefðu
verið samtímamenn og við værum nákomnir ættingjar,
svo lifandi eru frásagnir heimamanna á Fjölum sem
tala mállýsku sem líkist íslensku og er því sem lifandi
staðfesting á skyldleika þjóðanna.
Upp af vörinni í Hrífudal gat að líta bautastein og
var okkur sagt að Ingólfur hafi reist steininn áður en
hann hélt til hafs. Frá bautasteininum er svo steinsnar
að styttu Einars Jónssonar af Ingólfi Arnarsyni, sem
er gjöf Íslendinga til Norðmanna. Bjarni Benedikts-
son, þáverandi dómsmálaráðherra og síðar forsætis-
ráðherra, afhenti gjöfina við hátíðlega athöfn í
Hrífudal þann 17. september 1961.
Berit Gjerland minjavörður, sem fengin var til að
fræða okkur um staðinn, var öllu varfærnari í sinni
sögutúlkun. Hún benti á að ekkert hefði fundist við
fornleifagröft sem staðfest gæti sannleiksgildi sög-
unnar um að upphaf landnáms Íslands mætti rekja
til þessa staðar og benti á að bautasteinninn, sem oft
væri nefndur sem sönnun þess, væri eldra fyrirbæri
eða frá 5. eða 6. öld. Það yrði því enn um sinn að
meta sannleiksgildi fornbókmenntanna með það í
huga að þær voru varðveittar sem munnmælasögur
Kjell Ask miðlar sýn heimamanna í Hrífudal á söguna bak við landnám
Íslands. Kristján Baldursson, Gísli Karel Halldórsson og Hans Fredrik
Lauvstad fylgjast með af áhuga.