Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 43
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 41
F. v. Árni Þórólfsson, Dóra Sigfúsdóttir, Anne Lise Lauvstad og Hans
Fredrik Lauvstad, okkar glæsilegu gestgjafar, ganga til kveðjukvöld-
verðar.
Þegar við nálguðumst innsiglinguna blasti við hin
risavaxna stytta af Friðþjófi hinum frækna sem segir
af í einni af Fornaldarsögum Norðurlanda sem varð-
veittist í íslensku handriti frá 13. öld. Sagan gerist í
Sogni og Vilhjálmur II, sem var mjög upptekinn af
norrænum hetjusögum, gaf norsku þjóðinni styttuna
risavöxnu.
Leið okkar lá yfir Vikafjell (988 m.y.s.) hvar sauðfjár-
hald er talsvert sem gerir það að verkum að skóglaust
er á toppnum þótt áhrif ofbeitar gangi ekki eins langt
og víðast hvar á láglendi Íslands.
Þarna eins og víðar í Sogni og Fjörðum eru vatnsafls-
virkjanir sem lítið fer fyrir enda mest neðanjarðar og
virkjanalón eru vegna landslags ekki víðfeðm.
Við höfðum stutta viðkomu í Voss á Hörðalandi og
kvöddum þar Ingvar leiðsögumann okkar. En allir
náðu til „skips“ á Flesland Lufthavn. Segir ekki meir af
ferðum okkar um slóðir forfeðranna. Fari svo ólíklega
að þessi ferðasaga varðveitist í þúsund ár er víst að
véfengt verður hvort ferð þessi hafi nokkurn tíma
verið farin eða hvort nafngreindir menn hafi nokkurn
tíma verið til.
Heimildir:
Bergens skog og træplantningsselskap. á.á. Granene i Bergens Naturpark – Ikke bara gran! Af vefsíðu október 2014: http://www.byfjellsk
ogene.no/bergen_naturpark/granene_i_naturparken/.
Fjordkysten AS. á.á. Fjordkysten & Sunnfjord. Af vefsíðu október 2014: http://www.fjordkysten.no/en/Product/?TLp=269069.
Hans Fredrik Lauvstad. Munnleg heimild. 2014.
Ingvar Åberge. Munnleg heimild. 2014.
NRK. 2009. Kaupanger Hovedgård. Af vefsíðu október 2014: http://www.nrk.no/sf/leksikon/index.php/Kaupanger_Hovedgård
NRK. 2009. Osen gard. Af vefsíðu október 2014: http://www.nrk.no/sf/leksikon/index.php/Osen_gard
Rytne. á.á. Rytne. Af vefsíðu október 2014: http://rytne.no.
Snorri Sturluson. Egils saga. Af vefsíðu október 2014: http://www.snerpa.is/net/isl/egils.htm.
Snorri Sturluson. Heimskringla. Af vefsíðu október 2014: http://www.snerpa.is/net/snorri/heimskri.htm.
Stiftelsen Bryggen. á.á. Bryggens historie. Af vefsíðu október 2014: http://stiftelsenbryggen.no/verdensarven-bryggen/bryggenshistorie/.
Sturla Þórðarson. Landnáma (Sturlubók). Af vefsíðu október 2014: http://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm.
Svein Saure. Munnleg heimild. 2014.
Thing Sites International Networking Group. 2014. Gulatinget, Norway. Af vefsíðu október 2014: http://www.thingsites.com/thing-site-
profiles/gulating-norway.
Þorgrímur Gestsson. 2003. Ferð um fornar sögur. Noregsferð í fótspor Snorra Sturlusonar. Hið Íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 232. bls.
Stafkirkjan í Kaupanger. Byggingarár er talið vera 1137.
Þakkarorð:
Eftirtaldir aðilar styrktu höfðinglegar móttökur:
Fylkesmannen i Sogn og Fjordane, landbruksavdel-
inga, Sogndal kommune, Gaular kommune, Røiseths
legat, Yttris legat, Sundes legat, Sogn og Fjordane
Forstmannsforening og Sogn og Fjordane Skogeigar-
lag. Auk þess lagði Skógræktarfélagið í Sogni og
Fjörðum í ómældan kostnað og fyrirhöfn við undir-
búning og móttökur. Fyrir þetta er þessum aðilum
og öllum þeim tóku á móti okkur og gerðu ferðina
ógleymanlega færðar bestu þakkir.
Árna Þórólfssyni, Hans Fredrik Lauvstad, Ingvar
Åberge og Svein Saure er þakkað fyrir veittar upplýs-
ingar og Ragnhildi Freysteinsdóttur fyrir yfirlestur.
Höfundur: EINAR GUNNARSSON