Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 43

Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 43
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 41 F. v. Árni Þórólfsson, Dóra Sigfúsdóttir, Anne Lise Lauvstad og Hans Fredrik Lauvstad, okkar glæsilegu gestgjafar, ganga til kveðjukvöld- verðar. Þegar við nálguðumst innsiglinguna blasti við hin risavaxna stytta af Friðþjófi hinum frækna sem segir af í einni af Fornaldarsögum Norðurlanda sem varð- veittist í íslensku handriti frá 13. öld. Sagan gerist í Sogni og Vilhjálmur II, sem var mjög upptekinn af norrænum hetjusögum, gaf norsku þjóðinni styttuna risavöxnu. Leið okkar lá yfir Vikafjell (988 m.y.s.) hvar sauðfjár- hald er talsvert sem gerir það að verkum að skóglaust er á toppnum þótt áhrif ofbeitar gangi ekki eins langt og víðast hvar á láglendi Íslands. Þarna eins og víðar í Sogni og Fjörðum eru vatnsafls- virkjanir sem lítið fer fyrir enda mest neðanjarðar og virkjanalón eru vegna landslags ekki víðfeðm. Við höfðum stutta viðkomu í Voss á Hörðalandi og kvöddum þar Ingvar leiðsögumann okkar. En allir náðu til „skips“ á Flesland Lufthavn. Segir ekki meir af ferðum okkar um slóðir forfeðranna. Fari svo ólíklega að þessi ferðasaga varðveitist í þúsund ár er víst að véfengt verður hvort ferð þessi hafi nokkurn tíma verið farin eða hvort nafngreindir menn hafi nokkurn tíma verið til. Heimildir: Bergens skog og træplantningsselskap. á.á. Granene i Bergens Naturpark – Ikke bara gran! Af vefsíðu október 2014: http://www.byfjellsk ogene.no/bergen_naturpark/granene_i_naturparken/. Fjordkysten AS. á.á. Fjordkysten & Sunnfjord. Af vefsíðu október 2014: http://www.fjordkysten.no/en/Product/?TLp=269069. Hans Fredrik Lauvstad. Munnleg heimild. 2014. Ingvar Åberge. Munnleg heimild. 2014. NRK. 2009. Kaupanger Hovedgård. Af vefsíðu október 2014: http://www.nrk.no/sf/leksikon/index.php/Kaupanger_Hovedgård NRK. 2009. Osen gard. Af vefsíðu október 2014: http://www.nrk.no/sf/leksikon/index.php/Osen_gard Rytne. á.á. Rytne. Af vefsíðu október 2014: http://rytne.no. Snorri Sturluson. Egils saga. Af vefsíðu október 2014: http://www.snerpa.is/net/isl/egils.htm. Snorri Sturluson. Heimskringla. Af vefsíðu október 2014: http://www.snerpa.is/net/snorri/heimskri.htm. Stiftelsen Bryggen. á.á. Bryggens historie. Af vefsíðu október 2014: http://stiftelsenbryggen.no/verdensarven-bryggen/bryggenshistorie/. Sturla Þórðarson. Landnáma (Sturlubók). Af vefsíðu október 2014: http://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm. Svein Saure. Munnleg heimild. 2014. Thing Sites International Networking Group. 2014. Gulatinget, Norway. Af vefsíðu október 2014: http://www.thingsites.com/thing-site- profiles/gulating-norway. Þorgrímur Gestsson. 2003. Ferð um fornar sögur. Noregsferð í fótspor Snorra Sturlusonar. Hið Íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. 232. bls. Stafkirkjan í Kaupanger. Byggingarár er talið vera 1137. Þakkarorð: Eftirtaldir aðilar styrktu höfðinglegar móttökur: Fylkesmannen i Sogn og Fjordane, landbruksavdel- inga, Sogndal kommune, Gaular kommune, Røiseths legat, Yttris legat, Sundes legat, Sogn og Fjordane Forstmannsforening og Sogn og Fjordane Skogeigar- lag. Auk þess lagði Skógræktarfélagið í Sogni og Fjörðum í ómældan kostnað og fyrirhöfn við undir- búning og móttökur. Fyrir þetta er þessum aðilum og öllum þeim tóku á móti okkur og gerðu ferðina ógleymanlega færðar bestu þakkir. Árna Þórólfssyni, Hans Fredrik Lauvstad, Ingvar Åberge og Svein Saure er þakkað fyrir veittar upplýs- ingar og Ragnhildi Freysteinsdóttur fyrir yfirlestur. Höfundur: EINAR GUNNARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.