Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 50
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201448
Í gegnum tíðina hafa íslenskir skógræktarmenn verið
iðnir við að kynna sér skógrækt í öðrum löndum.
Þeir leita þá oftar en ekki þangað þar sem skilyrði til
skógræktar eru áþekk þeim sem hér ríkja og reynsla
og þekking á skógrækt og skógarumhirðu er meiri.
Menn snúa gjarnan til baka úr slíkum ferðum með
fullt af nýjum hugmyndum og fróðleik í farteskinu
(og jafnvel fáein fræ til að pota í mold). Árlegar
fræðsluferðir Skógræktarfélags Íslands eru gott dæmi
um þetta en í þeim fræðast ferðalangar um skóga,
sögu og náttúru viðkomandi lands undir leiðsögn
heimamanna og staðkunnugra Íslendinga. Þær ferðir
hafa verið nær árlegur viðburður í starfi Skógræktar-
félags Íslands undanfarin 15 ár en áður en þær komu
til sögunnar tíðkuðust svo kallaðar skiptiferðir Íslend-
inga og Norðmanna. Ferðirnar hófust árið 1949 og
voru farnar á þriggja ára fresti (síðar á fjögurra ára
fresti) fram til aldamóta. Þær gengu í stuttu máli út á
að hópur íslenskra skógræktarmanna fór til Noregs til
fræðslu og starfa og annar hópur norskra skógræktar-
manna kom til Íslands í sama tilgangi.
Hákon Bjarnason, fyrrverandi skógræktarstjóri,
lýsir tildrögum fyrstu skiptiferðarinnar vel í Ársriti
Skógræktarfélags Íslands árið 1949.
Upphaf og aðdragandi að komu norskra kvenna og
manna hingað til lands vorið 1949 var á þá leið, að
vorið 1948 kom Reidar Bathen fylkisskógarmeistari hingað
til lands og dvaldist hér í fjórar vikur. Skömmu áður en
hann fór, hittust þeir Torgeir Andersen-Rysst, sendiherra
Norðmanna hér á landi, Reidar Bathen og Valtýr
Stefánsson, form. Skógræktarfélags Íslands. Talið barst
bæði að skógræktarmálum Íslands og gagnkvæmum
kynnum Norðmanna og Íslendinga. Sendiherrann vildi
auka persónuleg kynni milli þjóðanna og reyna, hvort
eigi mætti um leið nota starfsorku þeirra, sem færu milli
landa, til þess að gróðursetja skóg, jafnframt því sem
ferðafólkinu væri gefinn kostur á að sjá nokkuð af landi
og kynnast fólki. Með þessu var hugmyndin fengin
að gagnkvæmum skiptum æskulýðs þessara tveggja
landa, og sú hugmynd varð að veruleika vorið 1949, er
30 Norðmenn komu hingað með plöntur og fræ, en 31
Íslendingur fór til Tromsfylkis til að vinna að skóggræðslu
og ferðuðust hóparnir loftleiðis báðar leiðir.i
Hákon lýkur miklu lofsorði á Torgeir Andersen-Rysst,
sendiherra Norðmanna, í greininni og segir að án
hans hefði þetta aldrei getað orðið nema hugmyndin
Upphaf skiptiferða norskra og
íslenskra skógræktarmanna
Norðmannareitur á Þingvöllum