Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 53

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 53
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 51 Miklar framfarir hafa átt sér stað á öllum verksviðum skógræktar frá því gróðursetningar hófust um alda- mótin 1900. Áhöld og verkfæri sem notuð hafa verið við gróðursetningar hafa því breyst mikið. Í þessari grein verður fjallað um áhöld sem notuð hafa verið við gróðursetningu trjáplantna hér á landi frá fyrstu gróðursetningum til okkar daga. Gróðursetning skógarplantna er undirstöðuatriði í vel heppnaðri skógrækt. Gróðursetningin er líkamlega erfið vinna og því er mikilvægt að tæki og tól sem notuð eru til verksins þjóni sem best verkefninu. Fyrstu gróðursetningarnar Fyrstu skógargróðursetningarnar á Íslandi fóru fram um aldamótin 1900, sú fyrsta á Þingvöllum árið 1899, ári síðar á Grund í Eyjafirði og Hálsi í Fnjóskadal. Danskur skógfræðingur, C. E. Flensborg, var fenginn til þess að stjórna þessari fyrstu tilraun til skógræktar. Í skýrslunni „Skovrester og Nyanlæg av skog paa Island“, sem Flensborg skrifaði í kjölfarið, fjallar hann um ýmis vandamál við gróðursetninguna í Grundar- reit, þar sem unnið var með óvönu verkafólki og með lélegum áhöldum. Undirbúningur af hálfu Dananna að þessari fyrstu gróðursetningu á Íslandi virðist hafa verið nokkuð góður, sérstaklega hvað varðar pökkun og innflutn- ing plantna en skortur á áhöldum og vandræða- gangur við sjálfa framkvæmd gróðursetningarinnar kom Flensborg í opna skjöldu. Hann hafði greinilega reiknað með að algengustu áhöld sem notuð voru við jarðræktarstörf í Danmörku væru til taks á Íslandi. Svo reyndist ekki vera. Auk þess kom Flensborg á óvart hve fótabúnaður verkamannanna sem tókst að ráða til verksins var lélegur og óhentugur. Þeir áttu erfitt að stíga á skóflur og spaða á íslenskum skinnskóm en krafta þurfti til að rjúfa gróðurþekjuna og grafa gróðursetningaholur. Mjúkir skinnskór voru vinnufatnaður í sveitum landsins á þessum árum og gúmmístígvél og vinnuskór með hörðum botnum aðeins framtíðarsýn. Flensborg greinir frá því að verkamennirnir hafi verið ófáanlegir til þess að gróðursetja smáplöntur án belgvettlinga. Einnig segist hann hafa gert ráð fyrir því að til verksins væri hægt að ráða börn og konur sem ekki þyrfti að greiða nema brot þeirra launa sem karlmenn fengu í daglaun. Meðal annars af þessum ástæðum fór kostnaðurinn við framkvæmdina úr böndum. Smíði og þróun áhalda til gróðursetninga hófst ekki að ráði fyrr en eftir seinna stríð, þegar framleiðsla plantna í gróðrarstöðvunum var farin að ganga vel og talsvert magn af plöntum fengust til gróður- setninga á ári hverju. Fram að þeim tíma var senni- lega aðallega gróðursett með hefðbundnum stungu- spöðum. Hér á eftir fylgja myndir og skýringar á helstu handgróðursetningatækjum sem notuð hafa verið eftir að gróðursetningar urðu umfangsmeiri og fleiri plöntum þurfti að koma í jörð. Gróðursetningahakar, 1940–1960 Upphaflega voru gróðursetningahakar heimasmíðaðir úr fjaðrastáli úr bílfjöðrum, sem þá var besta efni sem tiltækt var. Lengd blaðsins var frá 40–60 cm. Blaðið Gróðursetningaáhöld frá upphafi til okkar daga 1. mynd. Gróðursetningahaki. T. v. Áhöld sem þessi hafa líklega verið notuð við gróðursetningu á Þingvöllum og Grund um alda- mótin 1900. Myndir: Landbúnaðar- safn Íslands

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.