Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 55

Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 55
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 53 Akureyrarskóflurnar eru enn í notkun á nokkrum stöðum við gróðursetningu á stærri plöntum. Nýir tímar í gróðursetningu 1980–2014 Ný tækni í uppeldi skógarplantna ruddi sér til rúms eftir 1980. Framleiðsla hófst á fjölpotta- eða bakka- plöntum og hugvitsmenn þróuðu búnað sem gerði gróðursetninguna léttari. Til sögunar komu gróður- setningastafir og innflutt erlend tæki sem hafa gengið undir heitinu „geispur“. Með nýjum og léttari tækjum urðu afköst við gróðursetningar meiri. Algengasta gerð af gróðursetningastaf, eins og sjá má á 8. mynd, var framleidd hjá Léttitækni á Hofsósi. Stafurinn var úr ¾ tommu ryðfríu stáli með gúmmíhaldi og ástigi sem hægt var að nota sem hakablað ef nauðsynlegt var að flekkja af gróður á útplöntunarstað. Þessi stafur bjó yfir þeim kosti, að með einföldum hætti var hægt að skipta um stærð á stungurörum (kónum) sem mynduðu holu fyrir plönt- una, ef breyta þurfti um plöntugerð. Með tilkomu þessa áhalds fóru afköst við gróðursetningu upp undir 1000 plöntur á dag við bestu aðstæður. Á 9. mynd má sjá gróðursetningastaf sem framleiddur var af Skógræktarfélagi Eyfirðinga um 1985 og var notaður víða um land. Við þær breytingar sem urðu í framleiðslu skógarplantna frá berrótarplöntum til bakkaplantna um 1985 komu fram nokkrar gerðir af innlendum gróðursetningastöfum. Gróðursetninga- stafnum fylgdu þrjár stærðir af stungurörum, fyrir 67 gata, 40 gata og 35 gata bakkaplöntur. Þessi stafur er enn í notkun og hefur reynst vel. Hann er gerður úr ½ tommu járnröri með hakablaði sem einnig mátti nýta sem fótstig þegar hola fyrir plöntuna var gerð. 7. mynd. Akureyrarbjúgskófla. 8. mynd. Gróðursetningastafur. 9. mynd. Gróðursetningastafur. 10. mynd. Geispur. Heimildir Flensborg, C. E. 2007. Islands Skovsag, 1901–1916. Landbúnaðar- ráðuneytið, Reykjavík. Jón Dalmann Ármannsson. 2000. Gróðrarstöðin í Kjarna. Í: (Bjarni E. Guðleifsson ritstj.) Ásýnd Eyjafjarðar. Ásprent, Akureyri. Bls. 102. Ljósmyndir: Pétur Halldórsson og Hallgrímur Indriðason. Á 10. mynd má sjá tvær gerðir af „geispum“ sem fluttar eru inn frá Finnlandi. Eftir að auknum fjármunum var varið til skógræktar með tilkomu Landshlutaverkefna í skógrækt um 1998 reyndist nauðsynlegt að finna aðferð til að auka afköst við gróðursetningu. Í þeim tilgangi voru fluttar inn nokkrar gerðir af „geispum“, aðallega frá Finnlandi og Svíþjóð. Við notkun þeirra urðu gróðursetningar léttari og afköst meiri. Þetta gróðursetningatæki er núna það algengasta hér á landi. Dæmi er um að afköst við gróðursetningu með tækinu hafi farið yfir 2000 plöntur á dag. Á 11. mynd má sjá tvær kanadískar gróðursetninga- skóflur. Þessi gerð gróðursetningatækja er ekki algeng en þau komu til landsins með kanadísku gróðursetningafólki sem var hér á landi um tíma. Skóflurnar eru um 80–90 cm á hæð, blöðin eru beitt og ætluð til gróðursetninga í erfiðu land. Blað stærri skóflunnar er gert úr krómstáli og heldur það bitinu vel. Skóflurnar hafa sérstaklega verið notaðar við gróðursetningar í skriður og mela. Höfundur greinarinnar vill gjarnan safna sem flestum upplýsingum um verkfæri og aðferðir við gróðursetn- ingu. Því eru allar upplýsingar um efnið vel þegnar (hallgrimur@skogur.is). Höfundur: HALLGRÍMUR INDRIÐASON 11. mynd. Kanadískar gróðursetningaskóflur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.