Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 65

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 65
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 63 Norðurlands og fyrir atbeina vina sinna í Eyjafirði fékk hann þaðan fyrstu trjáplönturnar.14 Þáttur Hjaltlínu Guðjónsdóttur Saga garðsins er einnig fjölskyldusaga. Hjaltlína Guð- jónsdóttir frá Brekku á Ingjaldssandi hóf nám hjá Sigtryggi við Núpsskóla árið 1908 og var þar við nám í tvo vetur. Hún settist svo í Kennaraskólann í Reykja- vík haustið 1912 og lauk kennaraprófi vorið 1915. Sigtryggur segir frá því í dagbók sinni hve ríkan þátt Hjaltlína átti í garðyrkjustarfi Skrúðs.13, 16 Framan af vann ég mest sjálfur að gróðrarstörfum, hafði ég við og við daglaunamenn mér til hjálpar, stundum helzt stálpuð börn. En er ég kvæntist (1918) tók kona mín, Hjaltlína Guðjónsdóttir, meir og meir við umsjóninni. Hún hafði áður unnið sér til náms í gróðrarstöð Reykjavíkur hjá Einari garðyrkjumanni Helgasyni. Ragnar Ásgeirsson kenndi þá (1915) allt hið verklega í stöðinni, en Einar hafði fyrirlestra að morgni dags, áður en vinna byrjaði. Vorið 1927 fór hún aftur þangað til frekara náms, en gat þá eigi, vegna lasleika, sinnt því svo lengi, sem ætlað var. i i Vinnubrögð Hjaltlínu voru því bæði fagleg og metn- aðarfull og tók hún æ ríkari þátt í ræktunarstarfinu í Skrúði. Í viðtali sem Magdalena Thoroddsen, blaða- maður hjá Morgunblaðinu, tók við þau hjónin árið 1957 er haft eftir Sigtryggi, sem þá er 95 ára, að Hjaltlína hafi annast garðinn fyrst og fremst síðustu tuttugu árin.9 Hún hefur eftir Hjaltlínu; „Ég geri gælur við rósirnar mínar og fjólurnar. Satt að segja finnst mér svo vænt um blómin, að mér finnst næstum að sjálfur Guð sé hjá mér, þegar ég er meðal þeirra. Yfirleitt vinn ég hér allar þær stundir, sem heimilið má missa.“ iii Þessi tilvitnun segir ýmislegt um ástfóstur Hjaltlínu á ræktunarstarfinu. En það eru ekki bara þau hjónin því að segja má að drengirnir þeirra tveir, Hlynur og Þröstur, hafi alist upp í Skrúði og áttu þar frá unga aldri mörg sporin og handtökin. Reyndar hefur Þröstur rifjað upp oftar en einu sinni í viðtölum reynslu sína af garðyrkjustörfum í Skrúði sem að hans sögn þóttu afar leiðinleg og var þeirri stundu fegnastur þegar hann fékk að fara á sjóinn með frænda sínum á Núpi. Reyndar eru til sagnir um það að ekki hafi nú allt verið jafn leiðinlegt því hinn knái unglingur mun oftar en ekki hafa stjórnað sýningum á gosbrunninum þegar gesti bar að garði en þær vöktu bæði undrun og aðdáun. Kom þá stundum fyrir á óvæntum augnablikum að fullum þrýstingi var hleypt á gosbrunninn með tilheyrandi vatnsdembu. Upp úr 1950 hvíla störfin nánast eingöngu á herðum Hjaltlínu en til að létta undir á þeim árum fékk hún einnig unglinga á Núpi til aðstoðar.12 Voru þetta oftar en ekki tímabundin störf og stóðu kannski í nokkrar vikur eða hluta úr sumri. Leiðarljós við rækt- unarstarfið í Skrúði á þeim árum voru vandvirkni, nákvæmni og vinnusemi; allt dyggðir sem núverandi kynslóð á kannski erfitt með að bera fullt skynbragð á. Öllum má vera ljóst að metnaður Hjaltlínu og Margir komu í sínu fínasta pússi þeirra erinda m.a. að skoða fyrsta gosbrunn á Íslandi. Mynd: Ljósmyndari ókunnur

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.