Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 66

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 66
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201464 fagleg kunnátta hennar í garðyrkju gaf garðinum það yfirbragð fagmennsku sem spurðist út og víða er vitnað til í rituðum heimildum á þeim árum. Það kom því ekki á óvart þegar Hjaltlína var heiðruð af Garðyrkjufélagi Íslands fyrir störf sín í Skrúði og í þágu garðyrkju á Íslandi árið 1948 en Sigtryggur hafði uppskorið samskonar heiður árið 1932. Um leið og saga Skrúðs er fjölskyldusaga endur- speglar hún einnig tíðaranda aldamótakynslóðarinnar og er jafnframt minnisvarði um alla þá sem ruddu brautina í framfaramálum þjóðarinnar á 20. öld. Árin 1959-1976 Þorsteinn Gunnarsson kennari tók við umhirðu garðs- ins árið 1959 og síðar Ingunn Guðbrandsdóttir kona hans, sem kom að Núpi árið 1960. Sigtryggur hafði náð því fram að Héraðsskólinn á Núpi tók við rekstri og umhirðu garðsins og var um það gerður sérstakur tíu ára samningur. Þorsteinn og Ingunn tóku umhirðu garðsins föstum tökum. Á þessu tímabili urðu tölu- verðar breytingar á garðinum og stóð metnaður Þorsteins til þess að gera hann að formlegum grasa- garði. Þessi stefnubreyting var í raun í samræmi við skoðanir og hugmyndir Sigtryggs en það kemur skýrt fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu árið 1957 hvernig hann sá þróun garðsins í framtíðinni.9 „Mér þætti vænt um, að Skrúður yrði ræktaður frá skólanum og þá helzt undir eftirliti grasafræðings, og þá gæti hann gegnt því hlutverki, er ég hugði honum í fyrstu.“ iv Í þessum anda hófst Þorsteinn handa við mikil bréfasamskipti við grasagarða á Norðurlöndum og í Sovétríkjunum. Fræsendingar bárust frá þessum löndum og var það ærinn starfi að rækta gróður upp af fræi, skrá og merkja og kanna hvernig hann dafn- aði. Til eru skrár og yfirlit um þessar umfangsmiklu tilraunir.7 Munu á fjórða hundrað tegundir hafa vaxið í garðinum í tíð Þorsteins og samkvæmt frælista frá 1968 voru til í garðinum á þeim tíma 215 fræberandi plöntur.19 Komið var upp sérstökum jurtabeðum í garðinum þar sem ræktaðar voru plöntum úr fræ- sendingum og þeim síðan komið fyrir og kirfilega merktar. Á þessum fyrstu árum sjöunda áratugarins er Skrúður líklega sá garður á landinu með hvað flestar jurtategundir. Þorsteinn tók einnig upp þá reglu að láta nemendur í Héraðsskólanum aðstoða við vor- verkin í Skrúði og var það einnig í anda þess sem Sigtryggur gerði í upphafi, að nemendur gróðursettu trjáplöntur. Árið 1962 minntust fyrrum nemendur Sigtryggs 100 ára fæðingarártíðar hans og afhentu veglegan minnisvarða og bronsmynd af þeim hjónum eftir myndhöggvarann Ríkarð Jónsson.22 Þá var einnig gefin út bók helguð minningu Sigtryggs rituð af Halldóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli.6 Einnig gekkst Þorsteinn fyrir því að stækka garðinn verulega. Mun hugsunin annars vegar hafa verið að rækta skjólbelti sem tæki við og drægi úr hinni miklu snjósöfnun sem oft fór illa með trjágróður en hins vegar að hafa svigrúm til að koma fyrir nýjum tegundum jurta og trjáa. Á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn var á Núpi 1974, gróðursettu fulltrúar á fundinum fyrstu trjáplönturnar í jaðri nýrrar girðingar og síðan hefur trjágróðri verið bætt við það svæði.1 Þessi framkvæmd hefur smám saman sannað tilgang sinn og gagnsemi. Samningur sem gerður hafði verið við Sigtrygg og gilti til tíu ára var ekki endurnýjaður og olli það Þorsteini miklum vonbrigðum. Segja má að á árunum 1970-76 hafi vinna í garðinum fyrst og fremst verið á herðum Ingunnar en hún vann störfin í Skrúði af mikilli fórnfýsi.7 Árin 1978-1991 Að beiðni Bjarna Pálssonar, þáverandi skólastjóra Bunustokkur. Blómaskrúð.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.