Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201468
menntamálaráðherra, Ísafjarðarbæ garðinn til eignar.
Ýmislegt annað má nefna svo sem að gengið var frá
afsali og landamerkjum við landeigendur á Núpi en
ekki hafði verið gengið formlega frá því á sínum tíma.
Þá var unnið að gerð skipulagsskrár sjóðsins sem
samþykkt var árið 2001 en þar kemur fram tilgangur
og sá rammi sem Framkvæmdasjóðnum er sniðinn.
Á þessum árum var einnig gefinn út kynningar-
bæklingur á þremur tungumálum og þótti hönnun
hans takast vel.
Gerður var samningur við Ísafjarðarbæ árið 2002 er
kveður á um skyldur og hlutverk hvors aðila fyrir sig
en það samstarf hefur verið með miklum ágætum.
Unnið var að gerð kvikmyndar um garðinn fyrir
atbeina Gísla Gestssonar kvikmyndagerðarmanns og
var hún sýnd í sjónvarpi árið 2002. Framkvæmdasjóð-
urinn gaf út dagbók Sigtryggs árið 2004 og var sala á
henni og fjáröflun vegna útgáfunnar og sölu bókar-
innar nýtt til eflingar á Framkvæmdasjóði Skrúðs.
Framkvæmdasjóðurinn fjármagnaði og kostaði
gerð deiliskipulags sem unnið var af Landformi ehf.
en Oddur Hermannsson, sem áður hafði komið að
framkvæmdum sem kennari við Garðyrkjuskólann,
vann skipulagið. Unnið var að betrumbótum á aðkomu
svæðisins, bætt bílastæði og stígar að garðinum en
auk þess unnið að undirbúningi aðstöðuhúsnæðis
sem reyndar hefur enn ekki komist til framkvæmda.
Endurnýjaðir voru hvalbeinskjálkar sem mynduðu
hlið á aðalás garðsins. Voru beinin orðin verulega
feyskin og ekki hugað framhaldslíf en ákveðið var að
freista þess að varðveita gömlu beinin. Myndaður
var fimm manna þverfaglegur starfshópur sem vann
að þessu verkefni á fjórða ár. Að ýmsu var að hyggja
enda kom á daginn að beinin voru söguleg gersemi.
Niðurstaðan varð að endingu sú að koma hinum
gömlu beinum fyrir á verðugum stað í Náttúrugripa-
safni Vestfjarða í Bolungarvík. Jafnframt voru fengin
ný bein af langreyði sem eigendur Hvals ehf. gáfu
sjóðnum. Voru hannaðar nýjar undirstöður og fest-
ingar af Jakobi Líndal arkitekt en um niðurtöku og
uppsetningu nýrra beina sá Sigmundur Þórðarson
húsasmiður á Þingeyri. Þegar þessum nýju beinum
hafði verið gert til góða voru þau vígð við hátíðlega
athöfn 11. september 2012.4
Árið 2009 gaf Íslandspóstur út frímerki tileinkað
Skrúði í tilefni þess að 100 ár voru frá því að garður-
inn fékk nafngiftina Skrúður18. Merkið var hannað
af Hany Hadaya sem getið hefur sér gott orð fyrir
frumlega og fallega hönnun frímerkja.
Á þessu tímabili, frá árinu 1992 til dagsins í dag,
hafa stjórnarmenn í Framkvæmdasjóði Skrúðs ritað
fjölda greina í blöð og tímarit og kynnt viðburði og
markverð tímamót í fjölmiðlum. Öll sú vinna sem þar
hefur verið innt af hendi hefur verið unnin í sjálf-
boðavinnu.
Framtíð Skrúðs
Stjórn Framkvæmdasjóðs Skrúðs var frá upphafi höfð
all stór til að fjölbreytt sjónarmið bæði lærðra og leik-
manna fengju að njóta sín. Meiri háttar ákvarðanir
eru yfirleitt ekki teknar nema að vel athuguðu máli.
Megin verkefni sem fyrr verður að varðveita menn-
ingarsögu garðsins og arfleið hans, um leið og horfa
verður á þróun garðsins í takti við samtímann og
breytingar sem verða á samfélaginu á hverjum tíma.
Þessi samhenti hópur hefur klárað mörg stór verkefni
en enn bíða úrlausnar viðfangsefni sem þarf að takast
á við. Eitt er það sem hefur farið mikill tími í en það er
fjármögnun viðhalds og umhirðu. Sá ásetningur
sem í upphafi var markmið sjóðsins, að efna í svo
stóran sjóð að vextir nægðu til að standa straum af
öllum rekstri og viðhaldi, hefur ekki gengið eftir enda
Hreiðra sig smávinir fagrir.Purpuraþistill (Cirsium hetrophyllum), eða imatrafíflill eins og Sigtryggur
kallaði þessa jurt sem hann sótti sjálfur til Finnlands, vex með ágætum.