Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 74
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201472
Manning Seed Company situr eitt að fræsöfnun
Árið 1954 fengu Íslendingar ekki leyfi bandarískra
yfirvalda til frekari fræsöfnunar í Alaska. Mun sú
ráðstöfun hafa verið að undirlagi fyrirtækisins Mann-
ing Seed Company sem vildi sitja eitt að þessari
söfnun. Næstu árin sömdu því íslenskir skógræktar-
menn við fyrirtækið um fræsöfnun. Meðal annars
stóð Manning Seed Company fyrir söfnun stafa-
furufræs í nágrenni Skagway og naut þar liðsinnis
heimamanna auk þess sem Ágúst Árnason, sem þá
var við háskólanám í Kaliforníu, vann á þeirra vegum
í Skagway haustið 1958. Skólabörn og skátar söfnuðu
fræi í Skagway um tíma en áhuginn minnkaði og á
endanum lagðist söfnunin af.
Það var ekki fyrr en haustið 1963 að fulltrúi frá
Manning Seed Company kom aftur til Skagway og
óskaði eftir fólki til að safna stafafurufræjum. Bar
hann því við að Íslendingar þyrftu nauðsynlega á
þeim að halda vegna áætlunar sinnar um endurheimt
skóglendis. Í þessu samhengi er vert að benda á að
þetta sama ár gekk aprílhretið alræmda yfir landið en
það lék illa skóga á Suður- og Vesturlandi. Þá hafði
skógarfura, sem áður var algengasta furutegund
í íslenskum skógum, farið illa úr lúsafaraldri upp
úr 1960 og eyðst alveg á stórum svæðum. Síðast
en ekki síst höfðu menn þá þegar góða reynslu af
ræktun Skagway-stafafurunnar þó að ekki hefði hún
verið íslenskur ríkisborgari í mörg ár þegar þarna var
komið sögu.
Skagway þar sem hann safnaði fræi af stafafuru og
fjallaþini. Í ársriti Skógræktarfélags Íslands 1951-1952
lýsir Einar ferð sinni um nágrenni Skagway.
Við Malcolm Hardy fórum árla morguns upp í fjallið
austan við bæinn. Var það strembin ganga og lengra
að leita þessara tegunda, en við ætluðum í fyrstu. Við
fundum að lokum allmörg tré innan um sitkagrenið.
Felldum við nokkur þeirra en klifruðum upp í önnur.
Fremur varð okkur smátt til fanga. Fjallaþinurinn hafði
borið fáa köngla, og vegna þess, hve áliðið var, voru
fræin tekin að falla úr þeim. Stóð köngulprjónninn
víða eftir nakinn. Contortafuran var líka með lítið af
könglum, en þó náðum við í meira af henni. En illa tókst
að þreskja könglana og fengum við því sáralítið fræ úr
þeim.iv
Þrátt fyrir að Einar G. E. Sæmundsen hafi ekki haft
mikið upp úr krafsinu í Skagway, voru íslenskir skóg-
ræktarmenn komnir á bragðið. Árið 1953 dvöldu
þrír Íslendingar í Alaska um níu mánaða skeið og
lögðu þar stund á margvíslega skógarvinnu. Þetta
voru Brynjar Skarphéðinsson, Indriði Indriðason og
Vilhjálmur Sigtryggsson en allir höfðu þeir lokið námi
í Skóla Skógræktar ríkisins. Um haustið söfnuðu þeir
félagar fræjum af ýmsum tegundum trjáa, runna og
plantna. Þar á meðal var fyrsti stóri skammturinn af
Skagway-stafafuru.v
Af lýsingum samferðarmanna hennar að dæma var Barbara D. Kalen lífsglöð og þróttmikil kona sem undi sér best í náttúrunni.
Mynd: Frá fjölskyldu Barböru Kalen