Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 77

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 77
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 75 Heimildir Auður I. Ottesen (ritstj). 2006. Barrtré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn, Reykjavík. 140 bls. Barbara D. Kalen. 1964. New Trees For Iceland. Óbirt grein. Barbara D. Kalen. á.á. Pine Cones For Iceland. Óbirt grein. Einar Gunnarsson. 2013. Skógræktarárið 2012. Skógræktarritið 2013, 2 tbl., 84-89. Einar G. E. Sæmundsen. 1952. Fræsöfnun í Alaska 1950. Ársrit Skógræktarfélags Íslands 1951-1952, 68-91. Sigurður Blöndal og Skúli Björn Sigurðsson. 2000. Íslandsskógar. Mál og mynd, Reykjavík. 267 bls. Það sem Íslendingarnir sáu við stafafuruna frá Skag- way var harðgerð tegund sem átti auðvelt með að laga sig að erfiðum aðstæðum og fjölga sér í landi sem hafði tapað stórum hluta af skóglendi sínu. Pöntunin sem Manning Seed Company fékk frá íslenskum skógræktarmönnum haustið 1963 hljóðaði upp á 25 poka af stafafurufræjum. Þegar upp var staðið tókst aðeins að safna fræi í fimm poka. „En Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, sem var mjög vingjarnlegur og liðlegur þegar ég aflaði upplýsinga í grein þessa, fullvissaði mig um að hver únsa af fræi af furunum okkar yrði mikils metin,“ skrifaði Barbara D. Kalen í sömu grein. „Þeir eru að gróðursetja fyrir fram- tíðina - í þeirri von að eftir 1000 ár muni afkomendur þeirra hafa góða skóga sem munu verja vatnsból þeirra og halda uppi sjálfbærri og hófsamri viðar- vinnslu. Fyrir þjóð sem býr yfir meira en 1000 ára sögu, líkt og Íslendingar, skýtur alls ekki skökku við að gera áætlanir svo langt fram í tímann.“ Barbara Kalen skrifaði greinina „New Trees for Iceland“ árið 1964 en þá átti hún eftir að stunda fræsöfnun fyrir íslenska skógræktarmenn lengi enn eða fram á níunda áratuginn. Um tíma var orðið erfitt að fá fræ í nágrenni Skagway og greip hún þá til þess ráðs að laumast yfir landamærin til Bresku-Kólumbíu í Kanada og safna fræjum þar. Stór hluti stafafurureita hér á landi er sprottin upp af fræi sem þessi duglega kona safnaði með aðstoð íkorna. Saga hennar hefur þó hingað til ekki verið á vitorði nema þeirra sem til þekktu og áttu í samskiptum við hana. Í ljósi þess hve útbreidd og mikilvæg stafafuran, og þá sér í lagi Skagway-kvæmið, er í íslenskri skógrækt væri ef til vill ekki úr vegi að íslenskir skógræktarmenn héldu minningu þessarar heiðurskonu á lofti með því að gróðursetja stafafurulund henni til heiðurs. Eftirmáli Tildrög þessarar greinar eru þau að fyrr á árinu kom Ólafur V. Sigurðsson, fyrrverandi skipverji hjá Land- helgisgæslunni, í heimsókn á skrifstofur Skógræktar- félags Íslands og hafði meðferðis ýmis gögn sem tengdust Barböru D. Kalen. Þar á meðal voru tvær greinar sem hún skrifaði um fræsöfnun fyrir Íslend- inga, bréf frá dóttur hennar og ljósmyndir. Í kjölfarið ákvað ritstjórn Skógræktarritsins að fjalla um þennan merkilega en lítt þekkta þátt hennar í skógræktar- sögu Íslands. Auk Ólafs veitti Þórarinn Benedikz, skógfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Rann- sóknastofnunar skógræktar á Mógilsá, ýmsar upp- lýsingar um samskipti Barböru við íslenska skóg- ræktarmenn. Þá lagði Ágúst Árnason, fyrrverandi skógarvörður í Skorradal, einnig til gagnlegar og áhugaverðar upplýsingar um hana. Allir eiga þeir þakkir skildar fyrir þeirra framlag til þessarar greinar. Höfundur: EINAR ÖRN JÓNSSON Vinstri síða. Árið 1958 kom Ágúst Árnason, sem þá var við nám í Kaliforníu, til Skagway í Alaska og kynntist þá Barböru D. Kalen sem átti eftir að leggja mikið af mörkum til íslenskrar skógræktar með fræsöfnun sinni. Mynd: Úr safni Ólafs V. Sigurðssonar T. h. Undanfarna áratugi hefur stafafuran skipað stóran sess í skógrækt hér á landi og sem dæmi má nefna að árið 2012 námu gróðursetningar á stafafuru um 17% af heildargróðursetningum á landinu. Mynd: RF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.