Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 84

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 84
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201482 Skógræktarfélag Íslands hélt 79. aðalfund sinn á Akranesi dagana 15. – 17. ágúst 2014 og mættu vel á annað hundrað fulltrúar skógræktarfélaga alls staðar af landinu á fundinn. Skógræktarfélag Akraness, í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps, var gestgjafi fundarins. Fundarstjórar voru Bjarni O.V. Þóroddsson, Skógræktarfélagi Skilmannahrepps og Laufey B. Hannesdóttir, Skógræktarfélagi Borgar- fjarðar, en fundarritarar voru Ólafur Thoroddsen og Sigurður Arnarson, báðir frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga. Föstudagur 15. ágúst Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann fór í stuttu máli yfir starfsemi félagsins á því ári sem liðið er frá síðasta aðalfundi í Garðabæ, helstu verkefni þess og rekstur félagsins. Einnig minntist hann félaga og velunnara skógræktarhreyfingarinnar sem fallið höfðu frá milli funda. Kom Magnús einnig sérstaklega inn á þær breytingar sem orðið hafa á upplýsingatækni og miðlun upplýsinga um skógrækt. Næstur tók til máls Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Kom hann meðal annars inn á mikilvægi skógræktarfélaga við land- græðslu og verndum jarðvegs og hvatti skógræktar- hreyfinguna til að láta í sér heyra í tengslum við stefnumótun um landsskipulag, sem væri í vinnslu. Jens B. Baldursson, formaður Skógræktarfélags Akra- ness, steig því næst í pontu og bauð fundarmenn velkomna. Sagði hann frá upphafi starfs Skógræktar- félags Akraness og helstu þáttum starfseminnar. Næstur tók til máls Jón Loftsson skógræktarstjóri og fjallaði hann meðal annars um starf Skógræktar ríkisins, þar á meðal endurkortlagningu birkiskóga, rannsóknir á Mógilsá og vefsjá um skóga landsins. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, hélt því næst ávarp og fjallaði um hvernig skógrækt kæmi inn á borð bæjarfulltrúa. Einnig sagðist hann hafa gengið í Skógræktarfélag Akraness þá um morguninn og hlaut hann lófatak fundargesta fyrir þá yfirlýsingu. Að þessum ávörpum loknum fór Magnús Gunnars- son stuttlega yfir starfsskýrslu Skógræktarfélags Íslands, en hún lá frammi á fundinum. Brynjólfur Jóns- son, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2014

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.