Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 91
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 89
Hjálagðar töflur veita nokkra innsýn í skógræktar-
starfið árið 2013. Ekki verður fjölyrt um þær hér
enda fátt nýtt um þær að segja sem ekki hefur verið
margsagt áður.
Gróðursetning helstu skógræktaraðila
Ekki hafa verið gróðursettar færri skógarplöntur á
Íslandi síðan 1989. Sá stígandi sem hélt áfram eftir
1990 hefur nú verið strikaður út. Þessi þróun hefst
árið 2008 en lítillega hefur hægt á henni frá árinu
2012. Að óbreyttu mun þessi samdráttur halda áfram
nema til komi ný vitundarvakning og auknir fjármunir
verði settir í skógrækt.
Gróðrarstöðvar
Upplýsingar bárust frá eftirtöldum átta framleiðendum
skógarplantna: Árbakka, Barra, Furubrún, Kvistum,
Lágafelli, Mörk, Nátthaga, Sólskógum, og Svanshól.
Þegar best lét skiluðu sextán framleiðendur upplýs-
ingum um framleiddar skógarplöntur. Tölurnar bera
það með sér að framleiddum plöntum og framleið-
endum hefur fækkað um helming á síðastliðnum sex
árum.
Viðarafurðir
Góðu tíðindin eru sú mikla aukning í sölu viðarafurða
sem tölurnar bera með sér og hangir það saman við
að grisjunarstarf er nú að eflast og að mikil eftirspurn
er eftir timbri.
Að lokum vill höfundur þakka þeim fjölmörgu forsvars-
mönnum skógræktarverkefna og gróðrarstöðva og
nokkrum einkaaðilum sem hafa góðfúslega látið í té
upplýsingar fyrir þessa samantekt.
Ragnhildur Freysteinsdóttir las yfir texta. Kann ég
öllum þeim sem að þessari vinnu komu bestu þakkir
fyrir.
Höfundur: EINAR GUNNARSSON
Skógræktarárið 2013
6000
5000
4000
3000
2000
1000
0
Sala á timbri og timburafurðum
m3
2007
598
2011
3.768
2012
3.367
2013
5.419
Ár
Skógræktarfélög
Skógrækt ríkisins
Hekluskógar
Norðurlandsskógar
Suðurlandsskógar
Vesturlandsskógar
Skjólskógar
Samtals
Tonn N
0,46
0,3
7,5
1,2
2,4
0,5
0,7
11,9
Flatarmál (ha)
93
40
305
140
280
109
967
Áburðargjöf árið 2013
Borið á skóg sem gróðursettur er eftir 1990