Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Blaðsíða 7

Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Blaðsíða 7
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.  Leiðari Merk tímamót Tímarit lífeindafræðinga hefur nú göngu sína og leysir af hólmi Blað meinatækna. Blað meinatækna kom síðast út árið 2004, 31. árgangur. Ekkert blað var gefið út á síðasta ári. Ný lög um lífeindafræðinga voru sam þykkt á Alþingi í fyrravor. Á fram haldsaðalfundi í Meinatæknafélagi Íslands, 11. júní 2005, samþykktu fundarmenn hið nýja nafn, lífeinda fræðingur, og að félagið skyldi heita Félag lífeindafræðinga. Síðastliðið haust settust fyrstu líf eindafræðinemarnir á skólabekk í Háskóla Íslands. „Loksins,“ segir undir rituð því henni virtist þetta liggja beint við fyrir um 25 árum. Betra er seint en aldrei. Vel hefur farið um okkur í Tækniháskóla Íslands (THÍ) en í Háskóla Íslands munum við læra við hlið þeirra sem við eigum flest eftir að starfa með. Full ástæða er til að þakka formanni okkar, Kristínu Hafsteinsdóttur, hina nýju skipan. Klókindi hennar og elju semi áttu mestan þátt í að koma námi okkar inn í Háskóla Íslands undir nýju nafni. Við horfum bjartsýn fram á veginn en það er líka við hæfi að minnast á nokkra samferðamenn sem hafa látið sig varða menntun stéttarinnar. Hin síunga Bergljót Halldórsdóttir hefur nú látið af störfum vegna aldurs. Hún kenndi vökva- og þvagrannsóknir við Tækniskóla Íslands (TÍ) síðar THÍ í rúm 20 ár og sl. haust einnig blóð meinafræði. Sigríður Claessen féll frá á síðasta ári. Hún kenndi blóðmeinafræði í meira en 20 ár við TÍ og síðar THÍ. Guðmundur M. Jóhannesson læknir varð bráðkvaddur nú í byrjun júní. Hann kenndi lífeindafræðingum og var auk þess hálfgerður heimilislæknir lífeindafræðinganna á Blóðmeinafræði deild og Kl. lífefnafræðideild LSH við Hringbraut. Fyrir nokkrum árum féll frá Sigurlaug Aðalsteinsdóttir en hún kenndi líffærameinafræði við TÍ og síðar THÍ frá árinu 1981 og var lektor við sama skóla. Skarð þeirra er vand fyllt og enginn fer í sporin þeirra en reynum samt. Með óskum um bjarta framtíð. Steinunn Oddsdóttir ritstjóri Lynghálsi 11 • 110 Reykjavík • Sími 510 0400 • cetus@cetus.is • www.cetus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.