Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Blaðsíða 9
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.
Breytingar! Síðan síðasta Blað meina
tækna kom út árið 2004 hafa örar
breytingar einkennt líf og starf okkar
félagsmanna. Breytingar til batnaðar.
Við sem hímdum undir þungu skýi
laga sem hindruðu okkur í að þróast
sem fræðinga í heilbrigðisstétt og
héldum ekki í við aðrar heilbrigðis
stéttir í launaskriði árum saman
tókum okkur til og breyttum ástand
inu. Við erum á fullri ferð með breyt
ingar í einu og öllu sem varðar störf
okkar og kjör, allar hafa breytingarnar
verið til batnaðar og enn skal breytt!
Félag lífeindafræðinga er nú útgef
andi Tímarits lífeindafræðinga.
Nafn stéttarinnar er lífeindafræðingar
og var því nýyrði fagnað mjög alla
leið frá íslenskri málstöð til lækna
deildar sem beið eftir nýju heiti á
okkar fræðistétt. Fyrstu nemendur
við geisla- og lífeindafræðiskor við
læknadeild Háskóla Íslands eru að
fara á annað ár í haust en í júní sl.
lauk stór hópur eldri lífeindafræðinga
við verkefni sín og útskrifast með B.S.
gráður frá Háskólanum í Reykjavík.
Við lífeindafræðingar eigum einnig
þriðja- og fjórðaárs nema í þeim skóla
en þar er ekki lögð áhersla á heilbrigð
isvísindi á sama hátt og í HÍ og Háskól
anum á Akureyri.
Fyrrverandi meinatæknar voru
aldrei sáttir við misskilning á námi
þeirra vegna staðsetningar þess í
Tækniskólanum þar sem annað nám
þar krafðist ekki stúdentsprófs sem
inntökuskilyrðis. Á meðan enn var
erfitt að skilgreina störf okkar reynd
um við nokkrum sinnum að skilgreina
okkur sjálf sem „tæknifræðinga“. Það
gekk ekki vel. Enda erum við ekki
tæknifræðingar, við erum sérfræð
ingar í heilbrigðisþjónustu og sem
slík falla störf okkar undir Heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið.
Okkur til gæfu bæði í Tækniskól
anum og síðar Tækniháskólanum
fengum við nokkru ráðið um þróun
náms okkar og sérstaklega ber að
þakka fyrir veitta möguleika okkar til
símenntunar, bæði endurmenntunar
og viðbótarmenntunar, í þeim ágæta
skóla. Háskólastéttir hafa ekki haft
jafn greiðan aðgang að sambærilegri
símenntun í öðrum háskólum. Við
stöndum í þakkarskuld við þau sem á
þessu skeiði komu að menntunar
málum okkar og hlökkum jafnframt
til þess að sjá styrka skor rísa í lækna
deildinni.
Ímynd lífeindafræðinga hefur
breyst og við gerð stofnanasamning
anna sem áttu að vera tilbúnir fyrir
1. maí 2006 kom þessi ímyndarbreyt
ing sér vel. Nú þegar samið hafði
verið um einn stofnanasamning fyrir
allar þær stéttir innan BHM sem fyrir
fundust á hverri stofnun fyrir sig
(með tveimur undantekningum) gaus
enn upp illþefjandi mismunun og
tilraun til misréttis hjá ráðgjafateymi á
vegum Fjármálaráðuneytisins. Þar á
bæ lúrðu menn á starfagreiningu Hag
stofu Íslands eins og ormur á gulli.
Starfagreining Hagstofunnar er samt
bara kerfi, kerfi hafa veikleika, sér
staklega einn sem kallast „mannlegi
þátturinn“. Í kerfi Hagstofunnar var
það mannlegi þátturinn sem hafði
skilgreint meinatækna með þjónustu
stéttum eins og aðra „tækna“ á meðan
skilgreindir fræðingar á heilbrigðis
sviði lentu í öðrum starfaflokki. Hag
stofustjóri hefur skrifað formanni
Félags lífeindafræðinga bréf þar sem
hann leiðréttir þessa flokkun.
Lífeindafræðingar sátu hnarrreistir
í sameiginlegum samstarfsnefndum
innan þeirra heilbrigðisstofnana sem
reka rannsóknastofur. Kom þá í ljós
við samanburð á launakjörum heil
brigðisstarfsmanna að lífeindafræð
ingar voru með miklu lélegri laun en
hinir. Þessi mikla launamismunun
varð til þess að hluti þess fjár sem
lagt var til gerðar stofnanasamninga,
ásamt öðru því fé sem til hefur fallið
við gerð samkomulagsins frá 2005
hefur farið til lífeindafræðinga fram
yfir aðrar stéttir í tilraun til að jafna
laun heilbrigðisstétta. Slagorðið „sam
bærileg laun fyrir sambærileg störf“
hefur því skilað öðrum heilbrigðis
stéttum minna en okkur. Það er sárt
til þess að vita að áralangt óréttlæti í
launamálum okkar skuli kosta sam
starfsfólk okkar á heilbrigðisstofnun
um minni launahækkanir en ella.
Stærsti vinnustaður lífeindafræð
inga er Landspítali háskólasjúkrahús
(LSH). Formaður FL vill meina að
skammstöfunin LSH standi fyrir Lág
launasvæði höfuðborgarinnar. Það
er mjög mikill launamunur hjá öllum
heilbrigðisstéttum innan og utan LSH.
Munar þar oft 4 launaflokkum fyrir
sömu störf og stundum talsvert
meira.
Samt er það staðreynd að sá stofn
anasamningur sem gerður var á LSH,
Landspítalaleiðin, setur upp starfa
flokkun sem aðrar stofnanir hafa tekið
viðmið af enda er það breyting til
slíks batnaðar að allir sem hafa skoðað
hana fallast á rökin fyrir henni. Störf
eru skoðuð og metin inn í fremur ein
falt kerfi og er farið eftir starfslýsing
um og skipuriti. Sambærileg störf
hvort heldur er presta eða ljósmæðra,
bókasafnsfræðinga eða hjúkrunarfræð
inga var auðveldara að skilgreina en
halda mætti.
Það gekk vel að varpa nærri tvö
þúsund starfsmönnum í þessa nýju
starfaflokkun á LSH – nema lífeinda
fræðingum! Áframhaldandi vandi líf
eindafræðinga á LSH er afleiðing af
Formannspistill
Breyting á breytingu ofan