Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Side 13

Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Side 13
TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 13 sjálfboðaliðum sem tóku þátt í asetýlsalisýlsýrukönnun. Saursýni voru rannsökuð þegar þeir voru á sérfæði og hins vegar á venjulegu fæði. Saursýni sem mældust með blóð minna en 2 ml/100 g saur með 51Cr aðferð1 voru mæld með benzidínprófi og TMB prófum. Um 5% saursýna voru jákvæð með þessum prófum þegar sjálfboðaliðarnir voru á sérfæði en um 25% þeirra þegar þeir voru á venjulegu fæði. Þegar sjálfboðaliðarnir höfðu fengið asetýlsalisýlsýru og blóð í saur fór yfir 5 ml/100 g saur urðu 87% til 100 % saursýnanna jákvæð með prófunum [19]. Rannsóknastofa hjá Noklus (gæðafyrirtæki í Noregi) segir HFec gefa jákvætt svar í 10-35% tilfella þegar u.þ.b. 2 ml af blóði eru í 100 g af saur og í 80-90% tilfella þegar um 5 ml blóðs eru í 100 g af saur [20]. Athugun var gerð á Sörlandet sykehus í Arendal í Noregi á sjúkraskýrslum 74 sjúklinga frá árunum 1985 – 1998 sem voru með ristilkrabbamein. Hjá 25 sjúklinganna höfðu saursýni verið rannsökuð fyrir blóði, 20 voru með jákvætt HFec en fimm neikvætt [21]. Í töflu 1 má einnig sjá næmi HFec fyrir ristilsepum, krabbameinum í endaþarmi, ristli og maga. 51Cr aðferð var líka beitt til þess að ákvarða meðalgildi blóðmagns í saur á sólarhring. Rannsóknirnar voru gerðar af Dybdahl og félögum. Tafla 1. Næmi HFec fyrir ristilsepum, krabbameinum í endaþarmi, ristli og maga. 51Cr aðferð var einnig beitt til þess að ákvarða meðalgildi blóðmagns í saur á sólarhring. Rannsóknirnar voru gerðar af Dybdahl og félögum [22,23]. Fjöldi sjúklinga Næmi HFec Meðalgildi blóðmagns í saur / 24 klst. Ristilsepar 24 50% 0,74 ml Krabbamein í endaþarmi 8 85% 1,26 ml Krabbamein í ristli 12 85% 2,18 ml Magakrabbamein 23 85% 2,68 ml 3. Hemoccult SENSA (HSensa) HSensa er framleitt af Beckman Coulter inc. í Banda ríkjunum. Prófið notar krómógenið guaiac. Örvunarefni er í framkallaranum sem gerir þetta próf næmara og áreiðan legra en önnur guaiacpróf en hins vegar getur það gefið fleiri fölsk jákvæð svör hjá einstaklingum sem eru ekki á sérfæði. HSensa hefur verið notað m.a. á Fjórðungs sjúkrahúsinu á Akureyri og á ýmsum heilsugæslustöðvum og göngudeildum hér á landi. Árið 2001 gerði starfshópur á vegum Landlæknis embættisins tillögur að leiðbeiningum um skimun eftir ristilkrabbameini á Íslandi. Starfshópurinn mælti með hópskimun eftir blóði í saur einu sinni á ári hjá einkenna lausum einstaklingum 50 ára og eldri sem væru í meðal áhættu. Hópurinn taldi að valið stæði á milli prófanna Hemoccult II og HSensa [24]. Hemoccult II er framleitt af sama fyrirtæki og HSensa og notar sama krómógenið en er ekki eins næmt og HSensa. Framleiðandi HSensa segir prófið hafa verið jákvætt í um 75% tilfella þegar 0,3 mg hemóglóbíns var bætt í eitt gramm af saur heilbrigðra einstaklinga og 100% þegar 1 mg af hemóglóbíni var bætt í eitt gramm af saur [25]. Allison og félagar gerðu rannsókn á næmi, sértæki og jákvæðu forspárgildi nokkurra prófa fyrir ristilsepum (ristilkirtilæxlum) > = 1 cm og ristilkrabbameini. Prófin voru Hemoccult II, HSensa og HemSelect (mótefnapróf sem er sértækt fyrir hemóglóbíni manna). Einnig voru niðurstöður prófanna HSensa og HemSelect sameinaðar þannig að ef bæði prófin voru jákvæð þá taldist HSensa og HemSelect sameiningin jákvæð. Á töflu 2 eru niðurstöður þeirra en þeir reiknuðu einnig út jákvætt forspárgildi og reyndist HSensa vera með lægsta gildið en sameiningin HSensa og HemSelect það hæsta [26]. Tafla 2. Allison og félagar (1996) gerðu rannsókn á næmi og sértæki nokkurra prófa fyrir ristilsepum > = 1 cm og ristil­ krabbameini hjá 8.104 einstaklingum. Prófin voru Hemoccult II, HSensa og HemSelect (mótefnapróf) en einnig reiknuðu þeir með HSensa og HemSelect sameiginlega þannig að ef bæði prófin voru jákvæð þá taldist sameiningin jákvæð [26]. % jákvæðra prófa Næmi Sértæki Hemoccult II 2,5 37,1 97,7 HSensa + Select 3 65,6 97,3 Select 5,9 68,8 94,4 HSensa 13,6 79,4 86,7 Mótefnapróf Mótefnaprófin (immunochemical, immunological tests) eru orðin talsvert algeng víða erlendis en hafa enn ekki verið tekin í notkun hér á landi. Mikil umfjöllun um þessi próf síðustu ár og sú staðreynd að þau eru sértæk réð því að mótefnapróf var einnig valið í rannsóknina [27]. Þau eru flest sértæk fyrir hemóglóbíni manna þ.e. þau nýta einstofna mótefni gegn próteinkeðjum (glóbín) hemó glóbíns. Þessi próf eru ekki eins næm og peroxíðasaprófin fyrir blæðingu ofarlega í meltingarveginum. Það er talið vera vegna þess að þarmaflóra og meltingarefnahvatar valda niðurbroti á hemóglóbíni sem verður við það mót efnalega óvirkt [10]. Í nokkrum prófum er notast við mótefni gegn albúmíni í blóði en þau eru ekki eins áreiðanleg [28]. Hemosure (Hsure) Hsure er samlokumótefnapróf en það er með tveimur mótefnum, öðru einstofna og hinu fjölstofna. Þetta gerir prófið sértækara. Prófið hefur verið þróað og framleitt af W.H.P.M. inc. í Kaliforníu og kom á markað fyrir rúmum 10 árum en undir nafninu Hsure á síðasta ári. Framleiðandi segir prófið mjög næmt, greini 0,03 mg af hemóglóbíni í einu grammi af saur, næmi fyrir ristilkrabbameini 84,6% og sértæki 99% [6]. 1 51Cr aðferð er notuð í vísindaskyni til mælingar á blóði í saur. Rauðum blóðkornum merktum 51Cr er sprautað í bláæð sjúklings og síðan er geislavirknin mæld í saur viðkomandi [12]. Grein / blóð í saur

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.