Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Side 22

Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Side 22
22 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. ónákvæmni og óáreiðanleika. Notuð er jafnan: heildaróvissa = ± (2 x CV% + frávik í % frá gefnu gildi). Hér hefur verið haldið í notkun hugtakanna ónákvæmni og óáreiðanleiki sem þýðingu á „random error“ og „systematic error“. Hins vegar hefur hugtakið „uncertainty“ verið að vinna á og það á að rúma alla óvissuþætti í mæliniðurstöðum og ryðja þannig burt notkun á hugtakinu „total error“ og skiptingu þess í „random error“ og „systematic error“. Niðurstöður Mæld voru 100 sjúklingasýni með þremur mæliaðferðum fyrir S-kreatínín. Annars vegar voru sýnin mæld á Vitros 950 hjá LSH-Hb og hins vegar á Hitachi 912 hjá KLH með Jaffé kínetískri aðferð og ensímatískri aðferð frá Roche. Niðurstöður voru bornar saman með útreikningum á línu legri aðfallsgreiningu (linear regression) og fylgnistuðull reiknaður. Mæligildin spönnuðu bilið frá 25 – 850 µmól/L en í töflu I má sjá jöfnur fyrir línulegt aðfall og fylgnistuðul. Fylgnin reyndist mjög góð, fylgnistuðull yfir 0,99 í öllum tilvikum. Hliðrunarskekkju má meta út frá skurðpunkti við y-ás, hallatölu á línulegu aðfallslínunni og mismun milli miðtölu og meðaltals aðferðanna þriggja, sjá töflu II. Tafla I. Samanburður þriggja aðferða við mælingar á S-kreatíníni. Mæld voru 100 sjúklingasýni með þremur aðferðum. Tvær aðferðir frá Roche, Jaffé kínetísk og ensímatísk aðferð mældar á Hitachi 912 hjá KLH, voru bornar saman við ensímatíska aðferð frá Ortho Diagnostics mælt á Vitros á LSH-Hb. Ennfremur var gerður samanburður á Roche aðferðunum tveimur. Reiknað í Excel.   Línuleg aðfallsjafna Fylgnistuðull R2 Skurðpunktur við y-ás Ortho vs Jaffé Roche y = 0,9784x - 1,87 0,9955 -1,87 Ortho vs Roche y =0,9667x + 0,91 0,9991 0,91 Roche vs Jaffé Roche y = 1,0112x - 2,43 0,9962 -2,43 Tafla II. Miðtala, meðaltal og mælisvið mæliaðferðanna þriggja, kreatínín µmól/L.   Miðtala Meðaltal Mælisvið Ensímatísk Ortho 82 141,7 25-834 Ensímatísk Roche 81 137,9 24-829 Jaffé kinetísk Roche 79 136,7 21-886 Aðferðirnar voru einnig bornar saman með mismunagrafi þar sem mismunur tveggja mæliaðferða yfir mælisviðið er sýndur til að kanna nánar hversu mikil og hvers eðlis hliðrunin milli mæliaðferða er, sjá myndir 1 til 3. Mismunur á mæliaðferðum er meira áberandi á háum mæligildum en upp að 180 µmól/L er hann vel innan ±10 µmól/L marka nema í Ortho og Jaffé kínetíska samanburðinum þar sem mest dreifing er á mæligildum. Á mynd 2 þar sem munur á ensímatísku aðferðunum er skoðaður sést að ensímatísku aðferðunum tveimur ber betur saman en Jaffé aðferðinni og þeim ensímatísku. Á hærri gildum verður munurinn meira áberandi og Ortho aðferðin gefur hærri niðurstöður á öllum mæligildum yfir 120 µmól/L. Mismunagröf Myndir 1 til 3 eru mismunagröf sem sýna samanburð á mæliaðferðum fyrir S-kreatínín, ensímatískri mæliaðferð frá Ortho Diagnostics og tveimur frá Roche: Jaffé kínetísk og ensímatísk mæliaðferð. Samanburður á Jaffé kínetískri aðferð frá Roche og ensímatískri aðferð frá Ortho y = -0,0062x - 3,1906 R2 = 0,0146 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 Kreatínín mælt með ensímarískri aðferð frá Ortho, µmól/L ehco R árf ðre fða irks íte ník e ffaJ á ru nu ms i M L/lo mµ ,oht r O árf irksíta mísne go Mynd 1. Samanburður á kreatínínmælingum: Jaffé kínetískri aðferð frá Roche, mælt á KLH, og ensímatískri aðferð frá Ortho, mælt á Vitros LSD-Hb. Samanburður á ensímatískum kreatínín mæliaðferðum y = -0,0333x + 0,9145 R2 = 0,5731 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 Kreatínín mælt með ensímarískri aðferð frá Ortho, µmól/L go ehco R árf ðre fða irksít a mísne á ru nu m si M L/ ló m µ ,ohtr O ár f ðr efða i rksí ta mís ne Mynd 2. Samanburður á ensímatískum kreatínínmælingum gerðum á LSH-Hb og KLH hinsvegar: Aðferð frá Roche, mælt á Hitachi 912 á KLH, og aðferð frá Ortho, mælt á Vitros á LSD-Hb. Samanburður á Jaffé kínetískri og ensímatískri aðferð frá Roche y = 0,0256x - 3,9623 R2 = 0,2166 -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 Kreatínín mælt með ensímatískri aðferð frá Roche, µmól/L irksíta mí sne go ir ks ítení k éffa J á runu msi M L/lo m µ , ehco R árf ðrefða Mynd 3. Samanburður á kreatínínmælingum: Jaffé kínetískri aðferð frá Roche og ensímatískri aðferð frá Roche, mælt á KLH. Grein / gaukulsíunarhraði

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.