Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Blaðsíða 24

Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Blaðsíða 24
24 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. karla. Lægstu og hæstu gildi kvenna eru 40 og 652 µmól/L og 17,6% hópsins mælist með gildi yfir 90 µmól/L sem eru efri viðmiðunarmörk í notkun fyrir konur (sjá töflu III). Þetta eru viðmiðunarmörk sem unnin voru í samnorræna verkefninu á árunum 2002 - 2004. Tafla III. Fjöldi karla og kvenna í % af heild með skerta nýrnastarfsemi metið út frá viðmiðunarmörkum á S-kreatíníni. Ofan viðmiðunarmarka Viðmiðunarmörk µmól/L Karlar % af heild 33,7 60 - 100 Konur % af heild 17,6 50 - 90 Til samanburðar var ákveðið að reikna áætlaðan GSH með því að beita reiknijöfnunum þremur og kanna hvort þátt takendur skiptust svipað í hópa með skerta nýrnastarfsemi út frá áætluðum GSH. Þar er miðað við að GSH milli 30 - 60 sé flokkaður sem skert nýrnastarfsemi en undir 30 sem alvarleg nýrnabilun og endastigs nýrnabilun með GSH undir 15 ml/mín/1,73m2 [3]. Á mynd 7 sést hvernig áætl aður GSH reiknaður með jöfnu 1 dreifist hjá þessum 3018 einstaklingum úr Öldrunarrannsókninni. Áætlaður GSH var einnig reiknaður með hinum jöfnunum tveimur. Nokkur hliðrun var á gröfunum eins og sjá má í samanburði á niðurstöðum á meðaltali og staðalfráviki í töflu IV og línulegri aðfallsgreiningu á mynd 8 og 9. Tafla IV. Samanburður þriggja reiknijafna við að áætla GSH. Meðaltal og staðalfrávik áætlaðs GSH eftir því hver af jöfnunum þremur er notuð.   Meðaltal Staðalfrávik Fjöldi Jafna 1 72,73 ml/mín/1,73 m2 19,40 3018 Jafna 2 66,62 ml/mín 21,75 3018 Jafna 3 70,85 ml/mín/1,73 m2 18,54 3018 Jöfnur 1 og 3 gefa mjög svipaðar niðurstöður, meðaltal áætlaðra GSH gilda er tæplega 2 lægri með jöfnu 3 heldur en 1 og dreifingin ívið þrengri. Hliðrun á áætluðum GSH meðaltali sem reiknað er með jöfnu 2 er hins vegar töluvert lægri og munar þar 6 á meðaltali borið saman við gildi úr jöfnu 1 sjá Töflu IV. Dreifingin er líka heldur meiri en með hinum reiknijöfnunum tveimur en jafna 2 tekur þyngd einstaklinga með í reikninginn. Hafa ber í huga að hér er heildarþyngd tekin en ekki vöðvamassi. Ekki er unnt að meta hvaða jafna gefur okkur traustastar upplýsingar um áætlaðan GSH nema bera útreiknaðar niðurstöður beint saman við mældan GSH. Við höfum þegar sýnt að jafna 1 gefur ekki sérlega góða samsvörun við mældan GSH en höfum ekki þau gögn sem þarf til að svara því hvort jafna 2 er raunhæfari kostur. Samkvæmt öllum þremur reiknijöfnunum flokkast samt sem áður fleiri konur en karlar með skerta nýrnastarfsemi og þarf að kanna nánar í hverju þetta misræmi felst. Reikniformúla 2 Áætlaður GSH í ml/mín/1,73 m2 ag nil kats nie i dl öj F 14012010080604020 350 300 250 200 150 100 50 0 Mean72,73 StDev19,40 N3018 Normal Dreifing á áætluðum GSH reiknuðum samkvæmt jöfnu 1 Mynd 7. Myndin sýnir dreifingu á áætluðum GSH reiknuðum samkvæmt jöfnu 1. Um er að ræða 3018 einstaklinga þar sem meðalaldur er 77 ár. Samanburður á reiknuðum áætluðum GSH samkvæmt jöfnum 1 og 3 y = 0,939x + 2,5593 R2 = 0,9654 0 20 40 60 80 100 120 140 160 0 20 40 60 80 100 120 140 160 Áætlaður GSH samkvæmt jöfnu 1 3 unföj t m ævk mas H S G ruðalt æ Á Mynd 8. Hér er gerður samanburður með línulegri aðlögun á áætluðum GSH milli útreikninga með jöfnu 1 og jöfnu 3. Þeim ber mjög vel saman. Samanburður á reiknuðum áætluðum GSH samkvæmt jöfnum 1 og 2 y = 0,8125x + 7,5269 R2 = 0,525 0 20 40 60 80 100 120 140 160 0 20 40 60 80 100 120 140 160 Áætlaður GSH samkvæmt jöfnu 1 2 unföj t m æv k mas H S G r uðalt æ Á Mynd 9. Hér er gerður samanburður með línulegri aðlögun á áætluðum GSH milli útreikninga með jöfnu 1 og jöfnu 2. Jafna 2 þar sem þyngd einstaklinga er tekin með í reikninginn gefur umtalsvert lægri áætlaðan GSH en jöfnur 1 og 3 auk þess sem dreifing á gildum er þar mun meiri. Grein / gaukulsíunarhraði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.