Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Qupperneq 36

Tímarit lífeindafræðinga - jul 2006, Qupperneq 36
36 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl.3 Vinnustaðir eru menningarsvæði. Fagstéttir tala tungumál sem þróast á þeirra menningarsvæðum. Í tungumáli lífeindafræðinga er til dæmis orðið „graderuð“ notað um pípettu en rúm mál pípetta er mælt og vegið reglu lega til að komast að því hvort þær séu rétt graderaðar. Lífeindafræðingar sem hafa gömul próf úr Tækniskólanum hafa undan farin ár streymt í Tækniháskólann og nú Háskólann í Reykjavík til þess að vinna sér inn BS gráður. Í sjálfu sér er vinna þeirra óþörf ef litið er til launa mála því að allar fagstéttir sem hafa þróast líkt og okkar njóta sólarlags ákvæða. Gamalt próf er jafnverðmætt því yngra þótt það sé oftast lengra og innihaldi fleiri háskólaeiningar. Gam alt próf er nákvæmlega jafn mikils virði til nýráðningar til starfa og nýrra próf. BS gráðan er ef til vill ekki metin á nokkurn hátt þannig að hún sé í askana látin en er samt eftir sóknarinnar virði vegna þess að alltaf má læra eitthvað nýtt og gagnlegt. Hún er ávísun á möguleika til fram haldsnáms ef lífeindafræðinginn skyldi langa til að bæta á sig verkefnum til meistaragráðu eða doktorsgráðu. Vegna sameiningar Tækniháskól ans og Háskólans í Reykjavík hafa útskriftir breyst. Formanni félagsins okkar var alltaf boðið á útskriftir hóps ins hjá Tækniháskólanum og gat þá komið blómagjöf til nýútskrifaðra og boðið þau velkomin í hópinn okkar. Þar sem þessi siður lagðist niður í vor datt formanni í hug að halda kaffisam sæti með „nýgraderuðum lífeindafræð ingum“ svo þær fengju að hittast í eitt sinn sem hópur. Við hittumst í koníaksstofunni á Hótel Holti á þriðjudagssíðdegi og spjölluðum yfir kaffi og einhverju gómsætu. Það er samdóma álit þeirra sem þar mættu að samræðurnar voru forvitnilegar og að margt óvænt kom fram. Til dæmis er mikill munur á við horfi ungu lífeindafræðinganna gagn vart vinnutíma og vinnuumhverfi. Ein þeirra er strax komin í meistaraverkefni í ónæmisfræði og væntum við þess að henni gangi vel að festa sig í sessi innan sviðs heilbrigðisvísinda. Hinar tvær kjósa að starfa hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær hafa sveigjanlegan vinnutíma sem er sveigjanlegur dag frá degi og þurfa aðeins að vinna þær 40 klst. sem þeim ber að skila í vinnuvikunni. Önnur þeirra er nú í sumarvinnu á Sýklafræðideild LSH og henni hraus hugur við því að binda sig á slíkum vinnustað. Þar ríkir angist vegna álags ins, reiði vegna kjaranna og uppgjöf vegna þess að illa gengur að fá leið réttingar á því sem lífeindafræðingar sem starfa á deildinni þjást af. Margt annað var rætt og er það augljóst að slík kaffisamsæti eru kom in til að vera. Í þessum fyrsta útskriftar hópi lífeindafræðinga með BS frá Há skólanum í Reykjavík voru Arna Stefánsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir og Thelma B. Róbertsdóttir og enn fremur Anna Svanhildur Sigurðardóttir, Guðrún Schmidhauser, Kristín Ása Einarsdóttir, Margrét Ágústsdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir sem allar voru með gömul próf í meinatækni en eru nú „endurgraderaðar“. Brynja R. Guð mundsdóttir og Líney Símonardóttir voru að útskrifast með meistaragráðu í lífeindafræði frá læknadeild Háskóla Íslands. Ljósmynd var tekin af hópnum en á hana vantar Sigrúnu og Líneyju sem gátu ekki mætt í kaffisamsætið. Kristín Hafsteinsdóttir formaður FL Nýgraderaðar! Skólamál / félagsmál Þær sem mættu í kaffisamsætið, frá vinstri: Kristín Ása Einarsdóttir, Margrét Ágústsdóttir, Anna Svanhildur Sigurðardóttir, Brynja R. Guðmundsdóttir, Arna Stefánsdóttir, Thelma B. Róbertsdóttir, Hrefna Gunnarsdóttir og Guðrún Schmidhauser. Kristín Hafsteinsdóttir formaður FL tók myndina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.