Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 39

Tímarit lífeindafræðinga - Jul 2006, Page 39
Fyrirkomulag menntunar í lífeindafræði við HÍ Skipulag náms í lífeindafræði við HÍ er byggt á því sem fyrir var í THÍ og er nú í HR. Tillögur um námsfyrirkomu lag sem samþykktar voru í HÍ voru að mestum hluta unnar af fagráði námsbrautar í lífeindafræði við THÍ. Í þeirri vinnu var lagt upp með að þróa námið áfram án tillits til þess hvar því yrði niður komið. Það eina sjónarmið sem réði var að halda áfram að veita menntun sem er sambæri leg við það sem best gerist í öðrum skólum. Við endurskoðunina var Bologna samþykktin jafnframt höfð að leiðarljósi en flestir skólar í Evrópu líta til hennar við endurskoðun náms. Hún tekur meðal annars til sam ræmingar á námslengd í háskólum í Evrópu og gerir ráð fyrir að B.S. próf taki þrjú ár, M.S. próf tvö ár og doktors nám þrjú ár miðað við eðlilegan námshraða. Aðilar voru sammála um að ekki væri heppilegt að stytta námstíma verðandi lífeindafræðinga til starfsréttinda frá því sem nú er. Því var ákveðið að skipuleggja námið þannig að fyrra árið í M.S. námi nýttist til þess að ljúka undirbúningi þeirra undir starfið þannig að þeir geti sótt um löggildingu að því loknu. Sem fyrr er áhersla lögð á raungreinar í upphafi náms og eru fyrstu tvær annirnar tileinkaðar efnafræði og lífefna fræði ásamt líffæra- og lífeðlisfræði, tækjafræði og tölfræði. Einnig er nemendum kynnt heilbrigðiskerfið sem og að ferðir og hugmyndafræði teymisvinnu. Næstu fjórar ann irnar einkennast af stórum og jafnframt breiðum áföngum þar sem sjónum er beint að mismunandi flokkum rann sókna og þá bæði frá sjónarhóli sjúkdómafræði og aðferða fræði. Þessir áfangar eru blóðmeinafræði, klínísk lífefna fræði, sýklafræði og líffærameinafræði en eru útvíkkaðir þannig að þeir rúma hver um sig skylda áfanga sem voru aðskildir áður en fjölgreinanám kom til. Áfangar sem nýtast við allar þessar greinar eru kenndir samhliða svo sem ónæmisfræði, erfðafræði og sameindalíffræði. Einnig er aftur tekin upp kennsla í klínískri lífeðlisfræði en hana hefur skort í nokkur ár. Á fyrra árinu í M.S. námi og sem er eins og áður sagði forsenda löggildingar er gert ráð fyrir áföngum í lífupplýs ingafræði, stjórnun, aðferðafræði vísindarannsókna og sér hæfðri aðferðafræði í valgrein. Nemendur hafi síðan val um hvort þeir taki fleiri áfanga í sérhæfðri aðferðafræði eða geri lokaverkefni. Þeir sem ljúka M.S. prófi munu síðan væntanlega útvíkka lokaverkefnið. Í stuttu máli sagt er þetta mjög líkt fyrirkomulag og hefur verið undanfarin ár en þróað í takt við tímann og gengið skrefinu lengra með tilkomu M.S. prófs. Fyrstu nemendur hafa núna lokið fyrsta ári í HÍ. Vel hefur gengið þrátt fyrir smávægilega hnökra í upphafi sem rekja má til stutts undirbúningstíma. Sá tími er nú að baki og geisla- og lífeindafræðiskor hefur nú fleira starfsfólki á að skipa og sem mun fara fjölgandi eftir því sem fleiri áfangar koma inn. Kennt er í húsnæði sem HÍ hefur tíma bundið á leigu í Ármúla 30 og er aðstaða til fyrirlestra ágæt og hægt að koma upp rannsóknaaðstöðu þegar þar að kemur. Jafnframt er þar hin ágætasta skrifstofuaðstaða fyrir stjórnendur námsbrautanna. Varanlegt húsnæði mun síðan mjög bráðlega fást í húsnæði sem losnar á háskóla svæðinu þegar háskólatorgið hefur verið reist. Næstu tvo vetur munu nokkrir námsáfangar skarast milli skólanna þannig að nemendur HÍ og HR eru í sömu áföngum á sömu önn þó þeir séu komnir mislangt í námi. Góð samvinna er á milli skólanna og verða þeir áfangar kenndir saman. Lokaorð Ég tel að staða grunnmenntunar í lífeindafræði hér á landi hafi verið mjög góð um árabil. Hún hefur átt góðum kenn urum á að skipa og haft gott húsrými sem hefur verið hentugt fyrir starfsemina. Mikilvægt er að tryggja að svo verði áfram í nýjum skóla. Sú ánægjulega þróun hefur orðið að sífellt fleiri sækja framhaldsmenntun og nokkur hópur hefur nú lokið M.S. prófi við læknadeild eða er í námi. Í upphafi bar mest á reyndum lífeindafræðingum í því námi en undanfarin ár hefur hluti nemenda haldið beint áfram í M.S. nám sem er nauðsynlegt til að hraða þróun og laðar að góða nem endur. Líklegt er að nýtt fyrirkomulag við HÍ leiði til enn hraðari þróunar hvað þetta varðar. Blað var brotið í sögu menntunar í lífeindafræði og við urkenningar á fagþekkingu lífeindafræðinga í vor þegar Helga Erlendsdóttir varð klínískur prófessor, fyrst íslenskra lífeindafræðinga. Svo er að starfsmenn LSH geta fengið aka demískar nafnbætur ef þeir uppfylla hæfikröfur lækna deildar HÍ til tilsvarandi starfs en rannsóknaferill Helgu var metinn á þennan hátt af dómnefnd sem um málið fjallaði. Helga er verðug fyrirmynd þeirra lífeindafræðinga sem leggja fyrir sig rannsóknir og kennslu sem og hefðbundn ari störf. Hún sýnir okkur að lífeindafræðingar uppskera virðingu og viðurkenningu hafi þeir þannig til sáð. Þó það kunni núna að taka lengri tíma, meiri svita og fleiri tár en hjá þeim stéttum sem eiga sér lengri sögu mun sá munur hverfa. Málið er að leggja ekki árar í bát heldur halda ótrauð áfram, taka virkan þátt í vísindasamfélaginu og skapa sér tækifæri. TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. 39 Grein / námið

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.