Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Qupperneq 40

Tímarit lífeindafræðinga - jul. 2006, Qupperneq 40
40 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Meistararitgerð / nám Eftir mjög svo áhugavert og skemmtilegt nám í lífeindafræði við Tækniháskóla Íslands vakn aði enn meiri áhugi á að fara utan í frekara nám. Nám í sameindalíffræði lá beint við eftir að hafa lokið B.Sc. verkefni hjá Urði Verðandi Skuld í janúar 2002. Langþráður draumur um að verða námsmaður í Danmörku varð að veruleika haustið 2002 þegar ég hóf nám í líf efnafræði og sameindalíffræði við Háskólann í Óðinsvéum (Syddansk Universitet). Meistaranám við Háskólann í Álaborg Náminu var skipt í eitt ár bóklegt nám og eitt til eitt og hálft ár verklegt nám þar sem unnið er að meistaraverkefninu sjálfu. Bóklega nám ið fór fram á ensku og var um fjölmörg fög að velja bæði fyrirlestra og verklegt nám. Frjálst var að taka meistaraverkefnið hvar sem var, innanlands jafnt sem erlendis, og valdi ég verkefni við Háskólann í Álaborg (Aalborg Universitet). Verkefnið sem ég fékk bar titilinn: „Oxygen Tension Effects on Factors Involved in Development of Hep­ atitis B Virus Associated Liver Tumors“ sem mætti þýða: Áhrif súrefnisþrýstings á þætti sem hafa áhrif á þróun lifraræxla tengdum Hepatitis B vírus. Stór hluti verkefnisins var að þróa aðferð til að skoða genatjáningu lifrarfruma sem einangraðar voru úr lifrarbólgu B frumum og lifrarkrabbameini. Stór áhættuþáttur þeirra sem smitaðir eru af lifrarbólgu B er að fá skorpulifur og lifrarkrabbamein síðar á ævinni. Rannsóknir hafa einnig sýnt að slík æxli og skorpulifur eru súrefnissnauð og því var þróuð DNA örflögu aðferð (DNA Microarray) til að bera saman genatjáningu fruma sem ræktaðar voru við 1% súrefni og hins vegar við 21% súrefni. Við gáfum okkur að normal gildi súrefnis í frumum sé 21%. Um 50 gen voru þekkt sem sýndu breytingu á tjáningu við 1% súrefnis en í þessu verkefni voru skoðuð um 10.000 gen samtímis. Með auknu aðgengi og þekkingu á gena upplýsingum síðustu tvo áratugi eftir að kort lagning genamengis mannsins hófst hafa DNA örflögur haft umtalsverð áhrif í heimi lífvísinda og gert vísindamönnum kleift að skoða genatjáningu þúsunda gena samtímis. Ég vann að þessu verkefni í rúmt eitt og hálft ár, skrifaði svo ritgerð og varði verkefnið fyrir leiðbeinendur og prófdómara. Þessi vinna að verkefninu var bæði gríðarlega spenn andi og krefjandi. Skipuleggja þurfti verk efnið vel og sýna sjálfstæð vinnubrögð. Í hverjum mánuði hélt ég svo fyrirlestur um gang verkefnisins fyrir aðra starfsmenn deild arinnar og svaraði spurningum tengdum því. Helstu niðurstöður Helstu niðurstöður þessa verkefnis voru að þær frumur sem ræktaðar voru við 1% súrefni fjölguðu sér minna og sýndu allt annað tján ingamunstur á þúsundum gena en þær frumur sem ræktaðar voru við 21% súrefni. Athyglis vert er í framtíðinni að skoða betur þessi gen og hvaða áhrif þau geta haft á myndun krabba meins í þeim sjúklingum sem smitaðir eru af lifrarbólgu B. Lokaorð Þessi námsár mín í Danmörku voru mjög krefj andi og skemmtileg og tel ég mig nú búa yfir mjög góðri þekkingu og reynslu á mínu sviði sem sameindalíffræðingur. Danmörku kvaddi ég svo með söknuði sumarið 2005 þegar ég flutti aftur til Íslands og hóf störf hjá Nimb leGen Systems á Íslandi sem starfrækt hefur verið hér á landi síðan árið 2002. NimbleGen hefur þróað genaörflögutækni til erfðafræði rannsókna til að skoða samband milli gena starfsemi og sjúkdóma og sinnir þjónusturann sóknum á sviði örflögutækninnar hér á Íslandi. Það er engin spurning um að ég fékk starf hjá NimbleGen sem hentaði mér eftir að hafa lokið námi í sameindalíffræði. Hvet ég því alla til að fara í framhaldsnám og öðlast enn frekari þekkingu á því sviði þar sem áhugi hvers og eins liggur. Um nám og meistararitgerð sem varin var við líffræðideild Háskólans í Álaborg, ágúst 2005. Höfundur starfar hjá NimbleGen Systems á Íslandi. birna@nimblegen.com Birna Berndsen Áhrif súrefnisþrýstings á þætti sem hafa áhrif á þróun lifraræxla tengdum Hepatitis B vírus
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.