Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 42

Tímarit lífeindafræðinga - júl. 2006, Blaðsíða 42
42 TÍMARIT LÍFEINDAFRÆÐINGA 2006 / 1. árgangur / 1. tbl. Meistararitgerð / ágrip Áður en sjúklingur er tengdur við hjarta- og lungnavél þarf að lofttæma slöngu kerfið sem flytur blóð sjúklings að og frá vélinni. Lofttæming er gerð með því að vökvafylla slöngur og gervilunga með svo kölluðum prime vökva en þessi viðbætti vökvi, snerting blóðsins við plastefni kerf isins og inngripið sem aðgerðin sjálf er veldur því að bólgusvar og vökvaupp söfnun verður í öllum líkamanum. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að þrýstingur í vöðvahólfi hækkar marktækt og helst hækkaður að minnsta kosti í einn sólar hring eftir aðgerðina þó svo colloid osmót ískur þrýstingur sé orðin eðlilegur. Markmiðið með þessari rannsókn var í fyrsta lagi að athuga hvort eitthvað af eftir farandi þáttum geti minnkað þrýstings breytingu og bólgusvörun og í öðru lagi að athuga hvort fylgni sé á milli þrýstings breytinga í vöðvahólfi og auga. Alls var 36 kransæða- ósæðalokusjúk lingum skipt í fjóra hópa eftir slembivals töflu. Hjá hópi A var albúmíni og mannit óli bætt út í prime vökva hjarta- og lungna vélarinnar. Hópur B fékk heparínhúðað slöngukerfi og gervilunga. Hjá hópi C var sett hvítfrumusía inn í slöngukerfið og hópur D var viðmiðunarhópur. Þrýstingur í vöðvahólfi var skráður fyrir aðgerð og samfleytt í einn sólarhring. Augnþrýstingur, colloid osmótískur þrýstingur, fjöldi hvít fruma, komplement C3d og TNF� var skráð eða blóðsýni mæld í eftirfarandi tímapunktum: 1) eftir svæfingu, 2) 5 mín. eftir að töng var sett á ósæð, 3) 10 mín. eftir að töng fór af ósæð, 4) 10 mín. eftir protamingjöf, 5) 2 klst. eftir aðgerðarlok og 6) 24 klst. eftir að aðgerð hófst. Vökva vægi og tími á gjörgæslu var skráð. Albúmín og mannítól í prime vökva minnkar þrýstingsbreytingar í vöðvahólfi marktækt miðað við viðmiðunarhóp. Ekki var fylgni milli breytinga á þrýstingi í vöðvahólfi og augum en augnþrýstings breytingarnar jöfnuðu sig mun fyrr en vöðvaþrýstingurinn. Vökvavægi, fjöldi hvítfruma, colloid osmótískur þrýstingur, komplement C3d og TNF� breyttust öll marktækt frá upphafsgildi en ekki reynd ist marktækur munur miðað við viðmiðun arhópinn. Með því að bæta albúmíni og manní tóli við prime vökva hjarta- og lungnavél arinnar fyrir hjartaskurðaðgerð er hægt að minnka breytingar á þrýstingi í vöðvahólfi og hugsanlega bólgusvari og heildarbjúg myndun líkamans. Ágrip af MS ritgerð sem varin var við læknadeild Háskóla Íslands, 2006. Leiðbeinandi: Bjarni Torfason Aðrir í MS nefnd: Einar Stefánsson Jónas Magnússon Ásbjörn Sigfússon ✝ / Björn Rúnar Lúðvíksson Prófdómarar: Hildur Tómasdóttir Jón Ólafur Skarphéðinsson Höfundur er lífeindafræðingur og er yfirperfusionisti á skurðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss. liney@landspitali.is Vöðvaþrýstingur, augnþrýstingur og bólga í kjölfar hjartaskurðaðgerða með hjáveitu Líney Símonardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lífeindafræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lífeindafræðinga
https://timarit.is/publication/2067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.